Fara í efni

Ferðamálaþing 2013: Ísland – alveg milljón!

© arctic-images.com
© arctic-images.com

Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.

Að þessu sinni er undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.

Erlendir og innlendir fyrirlesarar

Þingið stendur frá kl. 10:00-16:15 og verða flutt á annan tug fróðlegra erinda. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir og koma úr ýmsum greinum, líkt og sjá má á dagskránni hér að neðan.

Kjörið tækifæri

Á þinginu gefst kjörið tækifæri til að fræðast og bera saman bækur sínar um það málefni sem brennur hvað heitast á ferðaþjónustunni um þessar mundir. Allir þeir sem starfa við ferðaþjónustu, náttúruvernd, hönnun og skipulag áfangastaða ásamt sveitastjórnarfólki eru hvattir til að mæta.

Kvöldverður, gisting og gleði

Að þingi loknu er skoðunarferð í boði heimamanna. Dagurinn endar svo með kvöldverði og gleði á Hótel Selfossi. Er hótelið með sértilboð á gistingu af þessu tilefni.

Að fylgjast með útsendingu á netinu

Skráninarfrestur er útrunninn en hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan:

1. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.

2. Tengjast fundinum:
Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:

https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=445218253&sipw=nv64

Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á "Run". Eftir það á fundur að hefjast.

Dagskrá:

10:00    Setning - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
10:10 Ávarp - Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
10:30 Geological time, social time, political time - planning for the "long term" in a tourist destination 
  – Dr. Julie Scott, anthropologist and co-founder and director of Touch TD.
11:00     Kaffihlé
11:10 Er sveitarfélagið stærsti ferðaþjónustuaðilinn?
  - Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
11:30 Borg á tímum breytinga - Áhrif ferðamennsku á þróun Reykjavíkur
  - Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
11:50 Að segja það sem segja þarf við þann, sem þarf að heyra það - þannig að hann heyri það
  – Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
12:10     Hádegishlé
13:15 Cars, Parks and Visitors Capacity: Lessons Learned from U.S. National Parks Relevant to Iceland Today
  - Ethan Carr, Ph.D., landslagsarkitekt FASLA og prófessor í landslagsarkitektúr við University of Massachusetts
 13:40  Hard choices: Planning for sustainable tourism
  - Eric Holding, Director of Strategy, JTP cities, Bretlandi.
14:05 Landsskipulag – sóknarfæri í ferðaþjónustu?
  – Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri Umhverfis-og auðlindaráðuneytis.
14:20 Samvinna í samkeppni – Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
  - Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi Álftavatni Staðarsveit.
14:35 Andi Snæfellsness – auðlind til sóknar. Svæðisskipulag Snæfellsness sem verkfæri til verðmætasköpunar
  - Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta.
14:50     Kaffihlé
15:05 Jökulsárlón og hvað svo?
  Sigbjörn Kjartansson, arkitekt hjá Glámu - Kím.
15:20 Glöggt er gests augað – Viðhorf ferðamannsins
  – Erindi frá Ferðamálastofu.
15:30 Landinu virðing - lífinu hlýja
  - Örvar Már Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna.
15:40 Ferðast fram í tímann – vitum við hvert við erum að fara og viljum við fara þangað?
  - Andri Snær Magnason rithöfundur. 
16:00 Þetta helst
  – Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. 
   
  Fundarstjóri - Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu
   
16:20 Skoðunarferð í boði heimamanna 
19:30 Fordrykkur
20:00 Kvöldverður og gleði.