Fara í efni

Skrifa bók um ferðamál

ferðamál
ferðamál

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Gunnar Þór Jóhannesson, lektor í ferðamálafræði HÍ, undirrituðu í gær samning við Forlagið um útgáfu bókar um ferðamál á Íslandi, sem þeir munu skrifa. Bókin verður í þremur hlutum og tekur á hagrænum áhrifum gestakoma, umhverfisáhrifum og samspili ferðaþjónustu og samfélags. Bókin er ætluð almennum lesendum jafnt sem nemendum í ferðamálafræðum og er skrifuð sem aðgengilegt inngangsrit. Bókin kemur út sumarið 2013 og verður kynnt um allt land af höfundum, segir í frett frá Rannsóknamiðstöð ferðamála.