Fréttir

Gull í Cannes!

Markaðsátakið Inspired by Iceland hlýtur Ljónið, hin eftirsóttu gullverðlaun auglýsingahátíðarinnar í Cannes, fyrir besta notkun almenningstengsla í auglýsingaherferð á síðasta ári. Tilkynnt var um verðlaunin í dag. Á vef Íslandsstofu  kemur fram að verðlaunin eru veitt fyrir heimboð Íslendinga, sem voru liður í haustátaki Inspired by Iceland. Íslendingar voru hvattir til þess að mynda persónuleg kynni við ferðamenn. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim, eða taka þátt í daglegu lífi Íslendinga með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa vinnur til verðlauna á hátíðinni og er þetta einn stærsti heiður sem auglýsingastofa getur fengið fyrir sína vinnu.“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni sem sá um framleiðslu efnis fyrir haustátakið. Auglýsingahátíðin í Cannes er stærsta fagverðlaunahátíð auglýsingabransans, en hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1954. Um 30.000 auglýsingar og herferðir taka þátt í  hátíðinni. Nánar á  vef Íslandsstofu  
Lesa meira

Tvær stöður við ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Tvær stöður við ferðamáladeild Háskólans á Hólum er lausar til umsóknar. Við deildina er í boði háskólanám í ferðamálafræðum og viðburðastjórnun og lögð stund á rannsóknir og fræðastarf. Aðsókn nemenda og umsvif deildarinnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Starfsaðstaða deildarinnar í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar er fjölskylduvænt samfélag með grunnskóla og leikskóla. Nánari upplýsingar um skólann og staðinn er að finna hér á Hólavefnum. Staða deildarstjóra ferðamáladeildar Í starfinu felst:• Fagleg ábyrgð á kennslu og rannsóknum innan deildarinnar sem og samstarfi við atvinnulíf, stoðkerfi og fræðasvið ferðamála • Dagleg stjórnun ferðamáladeildar og starfsmanna hennar • Þátttaka í stefnumótun, stjórnun og rekstri Háskólans á Hólum, seta í framkvæmdaráði • Rannsóknir og kennsla Við leitum að einstaklingi með:• Doktorspróf á sviði ferðamálafræða eða tengdum fræðasviðum• Reynslu af stjórnun, rannsóknum, kennslu og þróunarstarfi • Leiðtogahæfileika, frumkvæði, framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og getu til að stýra samstarfi innan deildar sem utan• Mikla skipulagshæfileika og yfirsýn Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er.Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is . Nánari upplýsingar veita Erla B. Örnólfsdóttir rektor s. 455 6300 / erlabjork@holar.iseða Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is . Staða háskólakennara við ferðamáladeild Í starfinu felst:• Kennsla á sviði menningar og ferðamála • Kennsla á sviði hátíða og viðburða• Leiðbeining nema í lokaverkefnum • Þátttaka í stefnumótun ferðamáladeildar• Mótun eigin rannsókna á sviðum deildarinnar Menntunar og hæfniskröfur:• Framhaldsmenntun á sviði ferðamálafræða, menningar og viðburða eða tengdra fræða, hæfi sem háskólakennari, doktorspróf æskilegt• Reynsla af kennslu og rannsóknum • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnu og færni í mannlegum samskiptum Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er. Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is Nánari upplýsingar veitir Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is
Lesa meira

Skrifa bók um ferðamál

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Gunnar Þór Jóhannesson, lektor í ferðamálafræði HÍ, undirrituðu í gær samning við Forlagið um útgáfu bókar um ferðamál á Íslandi, sem þeir munu skrifa. Bókin verður í þremur hlutum og tekur á hagrænum áhrifum gestakoma, umhverfisáhrifum og samspili ferðaþjónustu og samfélags. Bókin er ætluð almennum lesendum jafnt sem nemendum í ferðamálafræðum og er skrifuð sem aðgengilegt inngangsrit. Bókin kemur út sumarið 2013 og verður kynnt um allt land af höfundum, segir í frett frá Rannsóknamiðstöð ferðamála.
Lesa meira

Markaðsátak innanlands fær kraftmikla samstarfsaðila

Nýlega var samkomulag undirritað á milli allra markaðsstofa landsins, Ferðamálastofu og Ferðaþjónustu bænda, um sameiginlegt markaðsátak sem hvetja á landsmenn til ferðalaga innanlands. Verkefnið, sem hefst síðar í mánuðinum og mun standa næstu þrjú árin hefur nú fengið aukinn byr í seglin, því Síminn, Flugfélag Íslands, Íslandsbanki og Hátækni hafa ákveðið að leggja átakinu lið með framlögum og vörustyrkjum. Að sögn Gústafs Gústafssonar, verkefnisstjóra og forstöðumanns markaðsstofu Vestfjarða, mun samstarfið við fyrirtækin fjögur auka enn frekar á slagkraft herferðarinnar og stækka ásýnd hennar. „Ferðamálastjóri hafði á orði þegar verkefnið var kynnt í upphafi að Ísland væri kraumandi af spennandi ævintýrum fyrir alla fjölskylduna. Það eru orð að sönnu“ bætir Gústaf við og við undirritum samkomulagsins í dag tók Ingi Þór Guðmundsson hjá Flugfélagi Íslands í sama streng „Það er ánægjulegt að sjá menn stilla saman strengi á þennan hátt. Íslensk ferðaþjónusta hefur sýnt að hún er þess umkomin að færa fjöll, ef því er að skipta. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem við vildum ólm tengjast.“ Birna Einarsdóttir hjá Íslandsbanka sagði við þetta tækifæri: „Okkur hjá Íslandsbanka finnst mikilvægt að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins um land allt. Með þessu verkefni gefst okkur tækifæri til að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu en þau hafa verið í mikilli framþróun síðustu ár. Átakið er góð áminning fyrir okkur Íslendinga að ferðast meira innanlands, njóta okkar stórbrotnu náttúru og nýta okkur þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er.“ Á meðfylgjandi mynd fagnar hópurinn undirskriftinni með ljúffengri súkkulaðiköku sem verkefnisstjórinn Gústaf Gústafsson skammtar af rausnarskap. Á myndinni eru frá vinstri: Ingi Þór Guðmundsson Flugfélagi Íslands, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka, Halldór Harðarson Símanum, Gunnar Ingi Björnsson Hátækni, Sigrún Hlín Sigurðardóttir Ferðamálastofu og  Gústaf Gústafsson Markaðsstofu Vestfjarða.
Lesa meira

Nýtt snjallsímaforrit eykur öryggi ferðafólks

112 Iceland er nýtt snjallsímaforrit eða „app“ fyrir ferðafólk.  Með forritinu geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hefðbundið GSM-samband nægirEinnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð, „brauðmola“, en slíkar upplýsingar geta skipt sköpum ef óttast er um afdrif viðkomandi ferðalanga og leit þarf að fara fram. Ekki er þörf á gagnasambandi til þess að nýta forritið, hefðbundið GSM samband nægir. Afhent öryggis- og björgunaraðilumValitor þróaði  forritið  í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stokk en  því er ætlað að auka  öryggi ferðamanna hér á landi og þéttir það öryggisnet sem fyrir er í landinu. Að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Valitor hefur nú afhent þessum samstarfsaðilum nýja forritið til frjálsra nota og styður þannig hið mikilvæga öryggis- og forvarnarstarf þeirra. Íslensk náttúra getur reynst hörð í horn að takaFerðamönnum fjölgar stöðugt hér á landi og samkvæmt könnunum Ferðamálastofu sækir stærsti hluti þeirra í náttúru landsins. Alkunna er að íslensk að náttúra getur reynst hörð í horn að taka, fólk getur fyrirvaralaust lent í óvæntum aðstæðum og áætlanir brugðist. Þegar slíkt hendir er nauðsynlegt að geta kallað eftir aðstoð á skjótan hátt og þar getur 112 Iceland komið sér vel. Leysir ekki önnur öryggistæki af hólmiSkýrt skal tekið fram að þessum hugbúnaði er ekki ætlað að leysa önnur öryggistæki á borð við neyðarsenda eða talstöðvar af hólmi. Hins vegar er forritið nýja gagnleg viðbót sem nýtist hinum mikla fjölda fólks er notar snjallsíma og þéttir þannig það öryggisnet fjarskipta sem fyrir er í landinu. Notkun erlendisSnjallsímaforritið 112 Iceland má einnig nota erlendis en samskiptin fara þó alltaf fram í gegnum númerið 112 á Íslandi. Í slíkum tilvikum hefur Neyðarlínan samband við viðbragðsaðila í viðkomandi landi sem aðstoðar síðan þann einstakling er í hlut á. Bæði fyrir Android og iOS Appið er frítt og er í boði fyrir bæði iOS og Android. » 112 Iceland á Google Play (Android)» 112 Iceland í App Store (Apple) Sjá einnig á safetravel.is Leiðbeiningar um notkun 112 Iceland Skráðu upplýsingar – notandi skráir inn nafn sitt og nafn og símanúmer nánasta aðstandenda. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar ef notandi sendir úr forritinu á 112. Skildu eftir slóð – þegar ýtt er á þennan hnapp fer GPS staðsetning síma/notanda ásamt tímasetningu til 112. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar í tengslum við leit og björgun. SOS – þegar ýtt er á þennan hnapp er notandi að kalla á aðstoð því um neyð er að ræða. GPS staðsetning þín fer á 112 og einnig opnast á símtal. Aðstoð er send af stað.    
Lesa meira

Aðalfundur Samtaka um heilsuferðaþjónustu

Aðalfundur Samtaka um heilsuferðaþjónustu verður haldinn miðvikudaginn 13. júní 2012 á Hótel Reykjavík Natura, Þingsal 3 kl. 8:30 - 11:00. Morgunverður í boði. Kl. 08:30 Erindi: Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir - Samkeppnishæfni lækningatengdrar ferðaþjónustu. Kl. 09:00 Aðalfundarstörf Dagskrá:1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Afgreiðsla reikninga. 3. Lagabreytingar. 4. Starfsáætlun fyrir komandi starfsár og fjárhagsáætlun. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga. 7. Önnur mál. Undir þessum lið verður rætt um áherslur í starfi samtakanna á árinu. Stjórn Samtaka um heilsuferðaþjónustu
Lesa meira

Krásir - umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur í verkefnið Krásir - matur úr héraði,  sem Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskuðu eftir umsóknum í á dögunum, hefur verið framlengdur um viku. Umsóknarfrestur er nú til og með 18. júní næstkomandi. Þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðarTilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og matartengdri ferðaþjónustu. Verkefni er hugsað fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki á landsbyggðinni. Styrkt verða verkefni sem miða að því að framleiða og markaðssetja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu frá viðkomandi svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum. Einstök fyrirtæki og hópar fyrirtækja, geta sótt um þátttöku í verkefninu. Nánari upplýsingar og umsóknarblöð á vef Nýsköpunarmiðstöðvar
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til og með 10 september 2012 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Hlutverk sjóðsins:Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Áherslur og ábendingar til umsækjenda: Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða. Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi. Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði. Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis ofl. Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram “Menningarstefnu í mannvirkjagerð”, leiðbeiningarritinu „Góðir staðir“ og „Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum“ (sjá nánar á umsóknarsíðu). Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum: Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum. Allar umsóknir skulu innihalda: a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti. b. Kostnaðar- og verkáætlunc. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag,    fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja     skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Hvar ber að sækja um:Umsóknareyðublöð er að finna á hér á vefnum á sérstakri umsóknasíðu. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig skal sækja um.  Opna upplýsingasíðu fyrir umsóknir Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með vefpósti sveinn@ferdamalastofa.is.   Auglýsing í PDF-útgáfu til útprentunar 
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2011 er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári. Ársskýrslan skiptist í 12 meginkafla: Almennt um starfið á árinu Stjórnsýsla og lögfræði Umhverfismál Gæða- og umhverfiskerfið VAKINN Gæðaflokkun gistingar Upplýsinga- og vefmál Markaðsmál Vöruþróun og nýsköpun Rannsóknir og kannanir Skýrslur og útgefið efni Fundir raðstefnur og námskeið Rekstur Ferðamálastofu Benda má á að víða í efninu hlekkir sem hægt er að smella á til að fá frekari upplýsingar á vef Ferðamálastofu. Mikilvægt að allir séu að draga vagninn í sömu áttÍ ávarpi ferðamálastjóra segir Ólöf Ýrr Atladóttir meðal annars: "Hvert ár gefur tækifæri til lærdóms og aukinnar reynslu. Ef draga á saman lærdóm ársins 2011 í eitt hugtak, teldi ég að hugtakið „samvinna“ ætti best við. Reynsla þessa árs sýnir okkur hversu mikilvægt er að við öll sem viljum veg  ferðaþjónustunnar sem mestan drögum vagninn í sömu átt, stöldrum við og ræðum okkur til lausnar þegar mismunandi skoðanir eru uppi í stað þess að hlaupa hvert um annað þvert og flækja tauminn í erfiða bendu. Við hjá Ferðamálastofu erum tilbúin að mæta verkefnum framtíðarinnar með þennan lærdóm að leiðarljósi og hlökkum til að mæta nýjum ákskorunum." Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011 - PDF-skjal - Vefútgáfa
Lesa meira

Beint flug frá Akureyri til Keflavíkur

Beint flug frá Akureyri til Keflavíkur er hafið en flugið tengist millilandaflugi Icelandair. Viðskiptavinir félagsins bóka flugið hjá Icelandair og innrita sig alla leið á áfangastað. Flogið verður fjórum sinnum í viku til 27. ágúst, á mánudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum og tvisvar í viku eftir það til 30. september á fimmtudögum og sunnudögum. Skv. upplýsingum frá Icelandair er gert  ráð fyrir að um 2500 farþegar fljúgi þessa leið í sumar og að stærstur hluti þeirra, um 80%, verði erlendir ferðamenn sem taldir eru nær hrein viðbót við þá ferðamenn sem fyrir eru. Búist er að því að Danir, Bretar, Svíar og Þjóðverjar verði fjölmennastir í hópi þessara ferðamanna. Tenging við helstu áfangastaði IcelandairBrottför frá Akureyrarflugvelli verður klukkan jafnan kl. 14.30 og lending á Keflavíkurflugvelli 15.20. „Tímasetningin gerir það að verkum að fjölmargir áfangastaðir Icelandair liggja vel við þessu tengiflugi, til dæmis London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Amsterdam, Brussel, Stokkhólmur og Osló, auk þess sem það eru tengingar á ýmsa áfangastaði í Norður-Ameríku,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Akureyri verður alþjóðlegur áfangastaðurAkureyrarflugið er bókanlegt sem hluti af flugi Icelandair til og frá Íslandi. „Það er spennandi að bæta Akureyri sem nýjum áfangastað inn í leiðakerfið okkar og tengiflugið sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll. Með þessum hætti erum við að opna nýja leið fyrir ferðamenn frá fjölmörgum öðrum borgum í leiðakerfi okkar til Akureyrar. Akureyri opnast í bókunarkerfum um allan heim sem áfangastaður Icelandair og við teljum okkur vera að færa Akureyri og perlur Norðurlands nær erlendum ferðamönnum og styrkja þannig undirstöður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi,” segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair í tilkynningu.
Lesa meira