Fréttir

Ferðaþjónusta bænda kynnir bæ mánaðarins

Ferðaþjónusta bænda kynnir til sögunnar bæ mánaðarins. Einn fyrirmyndar ferðaþjónustubær er valinn og kynntur í hverjum mánuði. Fyrsti bær mánaðarins, bær maí mánaðar er Hótel Rauðaskriða í Aðaldal. Bær mánaðarins gengur þannig fyrir sig að í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða - og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á því góða starfi sem fram fer hjá ferðaþjónustubændum um allt land. Víða er mikill metnaður lagður í að byggja upp ferðaþjónustu með áherslu á upplifun í mat og afþreyingu auk fjölbreyttrar gistingar í sveitum landsins. Bær maí mánaðar – Hótel RauðaskriðaFyrsti bær mánaðarins, í maí er Hótel Rauðaskriða í Aðaldal. Hótel Rauðaskriða er Svansvottað sveitahótel staðsett í fögru og friðsælu umhverfi, 28 km. frá Húsavík. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptavinum og mati starfsfólks Ferðaþjónustu bænda veitir hótelið fyrirtaks þjónustu, segir í frétt frá Ferðaþjónustu bænda. Í gegnum árin hafa gestgjafar sýnt mikinn metnað í að halda gististaðnum og umhverfi hans hreinu og snyrtilegu auk þess sem allur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Hótel Rauðaskriða er Svansvottað en Svanurinn er hið opinbera norræna umhverfismerki. Ströngum umhverfisstöðlum er fylgt á hótelinu sem undirstrikar metnað gestgjafa á sviði gæða - og umhverfismála. Á Hótel Rauðaskriðu og í nágrenni þess er í boði fjölbreytt afþreying. Mikil vinna hefur verið lögð í að kortleggja göngu – og hjólaleiðir í nágrenninu og geta gestir fengið hjól að láni hjá hótelinu. Fuglalíf á svæðinu er fjölbreytt og nýlega hafa rekstraraðilar Hótel Rauðaskriðu útbúið fuglaskoðunarferð ætlaða erlendum ferðamönnum, í samstarfi við aðra ferðaþjónustuaðila á Norðausturlandi. http://www.sveit.is/baeir/baer_manadarins (Nánar um bæ mánaðarins)
Lesa meira

Fundur fyrir þátttakendur Ísland - allt árið

Miðvikudaginn 16. maí verður haldinn fundur fyrir þátttakendur í markaðsverkefninu Ísland – allt árið á Grand hótel, frá kl. 13:00 – 15:00. Markmið fundarins er að fara yfir hvað hefur verið gert í vetur, áhrif verkefnisins og hvað er framundan. Dagskrá: OpnunEinar Karl Haraldsson, formaður stjórnar Ísland - allt árið Ísland - allt árið; Yfirferð yfir áriðInga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, og Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, Íslandsstofa Viðhorf til Íslands sem áfangastaðarGuðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, Íslandsstofa Aukin verslun ferðamannaHelgi Jónsson, framkvæmdastjóri, Global Blue Iceland Aukin verslun ferðamannaValur Fannar Gíslason, sölustjóri, Tax Free Worldwide Erlendir ferðamenn og fjölgun þeirraÓlöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Ferðamálastofa Hvað er framundan?Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar, Íslandsstofa Fundarstjóri: Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: islandsstofa@islandsstofa.is fyrir þriðjudaginn 15. maí.  Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverjum samstarfsaðila. Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, gudrunbirna@islandsstofa.is.  
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri ETC

Eduardo Santander hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Evrópska ferðamálaráðsins (European Travel Commission - ETC). Eduardo er spænskur að uppruna en menntaður bæði á Spáni og í Austurríki og þar hefur hann lengst af starfað. Hann hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegri markaðssetnignu í ferðaþjónustu og hefur haldið fyrirlestra víða um heim. Ferðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu fyrir Íslands hönd. Innan þessara rúmlega 50 ára gömlu samtaka eru nú 39 ferðamálaráð jafnmargra þjóða. Starfsemi ETC felst m.a. í markaðssókn á fjærmörkuðum, söfnun og útgáfu tölulegra upplýsinga o.fl. Vefur European Travel Commission
Lesa meira

Hjálpar- og fylgigögn VAKANS opin öllum

Í kjölfar fjölda áskorana hefur verið tekin ákvörðun um að vista hjálpar- og fylgigögn VAKANS á ytra vef VAKANS og hafa þau því öllum opin. Ferðaþjónustuaðilar eru eindregið hvattir til að nýta hjálpargögnin í þeim tilgangi að auka enn frekar gæði, öryggi og umhverfisvitund í fyrirtækjum sínum og vonast Ferðamálastofa til að sjá umsókn frá fyrirtækjunum í kjölfarið.  Minnt er á að sá hluti VAKANS sem snýr að gistingu verður opnaður í byrjun árs 2013 en tekið er á móti umsóknum frá fyrirtækjum sem bjóða upp á alla aðra þjónustu við ferðamenn. Saman eflum við gæði og öryggi í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar! Vefur VAKANS: www.vakinn.is
Lesa meira

Málþing um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum

Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí næstkomandi í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir!  Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi. Dagskrá málþings (PDF) Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í mars

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í mars síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum á hótelum í mars fjölgaði um 38%Gistinætur á hótelum í mars voru 134.000 samanborið við 97.300 í mars 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 77% af heildarfjölda gistinátta í mars en gistinóttum þeirra fjölgaði um 45% samanborið við mars 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um ríflega 17%. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum, á höfuðborgarsvæðinu voru ríflega 104.300 gistinætur í mars sem er fjölgun um tæp 40% frá fyrra ári. Gistinætur á Suðurlandi voru 13.100 og fjölgaði um 42%. Á Norðurlandi voru tæplega 6.400 gistinætur á hótelum í mars sem er um 25% aukning samanborið við mars 2011. Gistinætur á Suðurnesjum voru um 5.100 sem jafngildir ríflega 15% aukningu frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur á hótelum 3.100 í mars og fjölgaði um 61%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 5%, voru 2.050 samanborið við 1.950 í mars 2011.
Lesa meira

Tilkynnt um úthlutun smærri styrkja

Styrknefnd Ferðamálastofu hefur lokið yfirferð og tekið ákvörðun um úthlutun smærri styrkja til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum 2012. Til úthlutunar voru 8 milljónir króna og fengu 24 verkefni styrk. Alls bárust 75 styrkumsóknir að heildarupphæð 49 milljónir króna. Ætlað fyrir efniskostnaði og/eða hönnunÁhersla var á verkefni sem tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Styrkurinn er ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Fleiri möguleikar til styrkjaSveinn Rúnar Traustason umhverfsisstjóri Ferðamálastofu segir að því miður hafi óhjákvæmilega mörg góð verkefni ekki fengið styrk að þessu sinni. „Við bendum á að Ferðamálastofa mun auglýsa eftir umsóknum til verkefna er tengjast heildarskipulagi, stefnumörkun og vöruþróun ferðamannastaða og -leiða í sumar eða haust. Þá mun Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir árið 2013 innan skamms. Mörg þeirra verkefna sem ekki fengu styrk núna eru gjaldgeng í þá sjóði,“ segir Sveinn Rúnar. Listi yfir styrkþega og verkefni þeirra er í meðfylgjandi PDF skjali. Smærri styrkir til úrbóta í umhverfismálum 2012 (PDF)
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgaði um 20,4% á fyrsta ársþriðjungi

Um 37 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum aprílmánuði eða um fimm þúsund fleiri en í apríl 2011. Aukningin 16,5% milli áraFerðamenn nú í apríl voru 16,5% fleiri en í apríl í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 8,2% milli ára í mánuðinum, eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. 81% ferðamanna af tíu þjóðernumAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða 22,4% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn, 11,8% og Norðmenn, 10,3%. Síðan komu Danir (7,6%), Svíar (7,0%), Þjóðverjar (6,8%), Frakkar (5,9%), Kanadamenn (3,4%), Hollendingar (3,1%) og Finnar (2,9%). Samtals voru þessar tíu þjóðir 81,2% af heildarfjölda ferðamanna í apríl. Norður-Ameríkubúar og Bretar báru uppi fjölgun í aprílEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun Norður-Ameríkubúa og Breta frá því í apríl í fyrra. Þannig fjölgaði Norður-Ameríkubúum um 33,7% og Bretum um 25,5%. Norðurlandabúum fjölgaði nokkuð eða um 10,4% og sama má segja um Breta sem fjölgaði um 7,1%. Ferðamönnum frá löndum sem flokkuð eru undir annað fjölgaði um 13,8% milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,4% frá áramótumFrá áramótum hafa 125.333 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,4% aukning frá árinu áður. Tæplega helmingsaukning (45,9%) hefur verið í brottförum Breta, ríflega fjórðungsaukning (27,7%) í brottförum N-Ameríkana og um fimmtungsaukning (21,8%) frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”. Brottförum Norðurlandabúa hefur fjölgað um 8,0% en fjöldi Mið- og S-Evrópubúa hefur hins vegar staðið í stað. Utanferðir ÍslendingaSvipaður fjöldi Íslendinga fór utan í nýliðnum apríl og í fyrra eða um 29 þúsund. Frá áramótum hafa 100 þúsund Íslendingar farið utan, sex þúsund fleiri en árið 2012. Aukningin nemur 6,4% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is   Apríl eftir þjóðernum Janúar - apríl eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.318 4.450 1.132 34,1   Bandaríkin 12.837 16.756 3.919 30,5 Bretland 6.722 8.437 1.715 25,5   Bretland 24.000 35.022 11.022 45,9 Danmörk 3.175 2.855 -320 -10,1   Danmörk 8.480 8.790 310 3,7 Finnland 937 1.093 156 16,6   Finnland 1.947 2.472 525 27,0 Frakkland 1.836 2.213 377 20,5   Frakkland 6.137 6.683 546 8,9 Holland 1.216 1.158 -58 -4,8   Holland 4.074 4.180 106 2,6 Ítalía 327 329 2 0,6   Ítalía 1.091 1.140 49 4,5 Japan 228 415 187 82,0   Japan 2.364 3.453 1.089 46,1 Kanada 977 1.294 317 32,4   Kanada 2.157 2.394 237 11,0 Kína 420 630 210 50,0   Kína 1.059 1.798 739 69,8 Noregur 3.008 3.889 881 29,3   Noregur 8.602 10.700 2.098 24,4 Pólland 939 911 -28 -3,0   Pólland 2.356 2.266 -90 -3,8 Rússland 130 203 73 56,2   Rússland 542 737 195 36,0 Spánn 505 436 -69 -13,7   Spánn 1.474 1.340 -134 -9,1 Sviss 186 325 139 74,7   Sviss 823 976 153 18,6 Svíþjóð 2.381 2.651 270 11,3   Svíþjóð 7.614 6.806 -808 -10,6 Þýskaland 2.496 2.571 75 3,0   Þýskaland 7.477 6.937 -540 -7,2 Annað 3.532 3.815 283 8,0   Annað 11.034 12.883 1.849 16,8 Samtals 32.333 37.675 5.342 16,5   Samtals 104.068 125.333 21.265 20,4                       Apríl eftir markaðssvæðum Janúar - apríl eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 9.501 10.488 987 10,4   Norðurlönd 26.643 28.768 2.125 8,0 Bretland 6.722 8.437 1.715 25,5   Bretland 24.000 35.022 11.022 45,9 Mið-/S-Evrópa 6.566 7.032 466 7,1   Mið-/S-Evrópa 21.076 21.256 180 0,9 N-Ameríka 4.295 5.744 1.449 33,7   N-Ameríka 14.994 19.150 4.156 27,7 Annað 5.249 5.974 725 13,8   Annað 17.355 21.137 3.782 21,8 Samtals 32.333 37.675 5.342 16,5   Samtals 104.068 125.333 21.265 20,4                       Ísland 28.996 28.884 -112 -0,4   Ísland 94.016 100.007 5.991 6,4
Lesa meira

Fimm sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Líkt og undanfarin sumur tekur Ferðamálastofa þátt í átaki Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnun um sumarstörf sem eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, og þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnanna þeirra. Hjá Ferðamálastofu er um að ræða fimm störf: Gagnasöfnun ferðamannastaðaStarfið felst í gagnasöfnun um ástand og framtíðaráform varðandi skipulagningu ferðamannastaða. Nánar Eftirlit með leyfislausum aðilum í ferðaþjónustuStarfið felst í því að kanna leyfismál ferðaþjónustuaðila, eftir ábendingum eða af eigin frumkvæði. Nánar Breytingar á lögum ferðamálaFyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um skipan ferðamála. Frumvarpið felur í sér talsverðar breytingar á skilyrðum og útgáfu leyfa, öryggismálum o.fl. Starfið felst í að innleiða þær breytingar sem nauðsynlegar eru, samskipti og upplýsingagjöf til ferðaþjónustuaðila. Nánar Gagnagrunnur Ferðamálastofuheldur úti gagnagrunni um ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Starfið felst í því að fara yfir og bæta við upplýsingum í grunninn. Nánar Efnisöflun fyrir VAKANN/gæðakerfiVerkefnið gengur út á að safna saman efni, t.d. um umhverfismál, aðbúnað og þjónustu sem nýst getur ferðaþjónustuaðilum og koma þessu efni inn á vakinn.is Nánar Umsóknir og umsóknarfresturOpnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar en alls er um að ræða 900 störf, 500 á vegum ráðuneyta og undirstofnana og um 400 á vegum sveitarfélaga. Umsóknarfresturinn er til 14. maí og stefnt er á að ljúka ráðningum um miðjan maí.
Lesa meira

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011 komin út

Í nýútgefinni talnasamantekt Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011, má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Meðal efnis má nefna niðurstöður úr nýlegum könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga, auk samantekta byggða á  ferðamannatalningum, gistináttatalningum og ferðaþjónustureikning Hagstofunnar.  Meðal efnis í talnasamantekt er eftirfarandi: Hagtölur í íslenskri ferðaþjónustu; framleiðsluvirði, hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu og gjaldeyristekjum, skattar í ferðaþjónustu, störf í ferðaþjónustu og ferðaneysla. Erlendir ferðamenn til Íslands eftir komustöðum. Farþegar með skemmtiferðaskipum eftir höfnum. Erlendir ferðamenn til Íslands um Keflavíkurflugvöll eftir mánuðum og árstíðum. Helstu þjóðernin eftir árstíðum. Gistinætur erlendra ferðamanna og Íslendinga. Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010; bakgrunnur þeirra, hvað fékk þá til að ferðast til Íslands, hvert ferðuðust þeir, með hverjum, hvernig, hvar dvöldu þeir og hve lengi, hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir, hvað fannst þeim minnisstæðast við ferðina, hvar fannst þeim styrkleikar íslenskrar ferðaþjónustu einkum liggja og fannst þeim ferðin standa undir væntingum.  Ferðalög Íslendinga árið 2011 í samanburði við ferðalög á árinu 2010; ferðuðust Íslendingar á árinu 2011 og þá hvenær, hve lengi dvöldu þeir á ferðalögum, hvar gistu þeir, hvert ferðuðust þeir og hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir. Hugað var að dagsferðum og þá hversu margar dagsferðir voru farnar og hvert, auk þess sem hugað var að ferðaáformum Íslendinga á árinu 2012. Ritið í heild er aðgengilegt hér að neðan í PDF-formi. Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu oddny@ferdamalastofa.is . Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011 (PDF)
Lesa meira