Fréttir

VAKINN - fleiri fjarfundir um fræðslu og innleiðingu

Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, búið er að bæta við fundum og skráning stendur yfir á næsta fund sem haldinn verður 4 júní klukkan 15-16. Skráning til miðnættis 3. júníNýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir fundunum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Skráningarfrestur er til miðnættis 3. júní. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

Krásir - Matur úr héraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum í samstarfsverkefnið Krásir - Matur úr héraði en umsóknarfrestur er til og með 11 júní 2012. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga og geta styrkir að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu Þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðarTilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og matartengdri ferðaþjónustu. Styrkt verða verkefni sem miða að því að framleiða og markaðssetja  matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu frá viðkomandi svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum. Einstök fyrirtæki og hópar fyrirtækja, geta sótt um þátttöku í verkefninu. Ítarlegri upplýsingar um verkefnið og umsóknarform (á vef Nýsköpunarmiðstöðvar) Nánari upplýsingar veita:     Tinna Björk Arnardóttir í síma 522-9450 / tinnabjork@nmi.is    Sigurður Steingrímsson í síma 522-9435 / sigurdurs@nmi.is Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com
Lesa meira

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi -Bragð af því besta

Fimmtudaginn 31. maí verður boðið til veislu að Háskólanum á Bifröst þar sem ferðaþjónustan er sýnd og kynnt frá ýmsum hliðum. Gestum er boðið að upplifa, hlusta, sjá, smakka og ræða það sem verið er að vinna með og tengist atvinnusköpun og vellíðan heima í héraði. Allan daginn verða opnar kynningar þar sem ferðaþjónustuaðilar og aðrir geta kynnt starfsemi sína. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sitt fyrirtæki láti vita í netfangið vilborg@vesturland.is. Þátttaka er öllum opin og að kostnaðarlausu. Áhugasamir skrái sig á www.vesturland.is  Sjá dagskrá í PDF-skjali
Lesa meira

Fjölgun brautskráninga frá Hólaskóla

Síðastliðinn föstudag fór fram brautskráning frá Háskólanum á Hólum. Aldrei fyrr hafa jafn margir ferðamálafræðingar og viðburðarstjórnendur útskrifast frá ferðamáladeild og nú - samtals 34. Nemendafjöldi við skólann hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, og nú er komið að því að aukinn fjöldi innritaðra nemenda skili sér til brautskráningar. Brautskráningarathöfn hefur gjarna farið fram í Hóladómkirkju, en nú er svo komið að hún rúmar engan veginn þann fjölda nemenda, starfsmanna og gesta sem gera verður ráð fyrir. Því voru góð ráð dýr, en niðurstaðan var sú að leita í Menningarhúsið Miðgarð. Þar er reyndar alls ekki í kot vísað, þar sem því sem áður var þekkt sem Félagsheimilið og sveitaballastaðurinn Miðgarður hefur nú verið breytt í Menningarhús Skagfirðinga. Meðfylgjandi mynd af hópnum tók Gunnar Óskarsson en fleiri myndir frá athöfninni eru á Facebook-síðu Hólaskóla.
Lesa meira

Á ferð um Ísland komin út

Á ferð um Ísland er nú komin út 22. árið í röð. Ferðahandbókin kemur út hjá Útgáfufélaginu Heimi og er gefin út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Í frétt frá útgefanda segir að enska útgáfan Around Iceland hafi komið út samfellt í 37 ár en þýska útgáfan Rund um Island komi nú út í 15. sinn.  Ritunum er dreift í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins eða um 500 staði. Bækurnar eru í upplagseftirliti Samtaka ferðaþjónustunnar. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis.  Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Miklar vinsældir Íslandsbóka Heims hafa fyrir löngu sannað gildi þeirra, segir í fréttinni.  Sumarið 2008 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós, að meira en þriðjungur þeirra  notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island.   Fjöldi fallegra ljósmynda, m.a. eftir Pál Stefánsson ljósmyndara Heims,  skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is   Auglýsingasala gerir kleift að dreifa bókunum ókeypis en í ár prýðir fjöldi nýrra auglýsingasíðna bækurnar. Margar af nýju auglýsingasíðunum hafa verið hannaðar hjá Heimi. Bækurnar eru birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world en einnig er QR-kóði á forsíðu þeirra, sem gerir eigendum snjallsíma kleift að hlaða efni þeirra niður af netinu. Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.
Lesa meira

Varist skráningar frá "Expo Guide"

Vert er að vara ferðaþjónustuaðila við sendingum frá fyrirtækinu „Expo Guide“, sem mörgum hafa borist síðustu vikur og mánuði. Þar eru viðkomandi beðnir að staðfesta að upplýsingar um fyrirtækið séu réttar þannig að hægt sé að birta þær í sýningarskrá vegna Vestnorden ferðakaupstefnunnar. Skýrt skal tekið fram að umræddar sendingar eru ekki á neinn hátt í tengslum við Ferðamálastofu eða NATA, sem sér um Vestnorden, sem þó mætti ráða af uppsetningu bréfsins. Með því að staðfesta upplýsingarnar og svara bréfinu eru viðkomandi að skuldbinda sig til að greiða gjald upp á 1.271 evru, eða jafngildi þess í mexíkönskum pesóum, en umrætt fyrirtæki virðist staðsett í Mexíkó. Til nánari útskýringar er hér birt afrit af einu bréfinu sem stílað var á vel þekkt hótel í Reykjavík. Sýninshorn af bréfi frá Expo Guide (PDF) Eitt bragðið sem Expo Guide sagt nota er að senda skráningarblað þar sem nafn viðkomandi er vísvitandi rangt safsett en með því að senda inn leiðréttingu er viðkomandi jafnframt að skrá sig á umræddan lista, með tilheyrandi kostnaði. Á vefslóðinni hér að neðan eru svo nánari upplýsingar um vafasama starfsemi Expo Guide. http://www.energygrid.com/watchdog/2008/11-expoguide.html
Lesa meira

Ráðist í kynningarherferð fyrir VAKANN

Í vikunni skrifuðu Ferðamálastofa og H:N Markaðssamskipti undir samstarfssamning vegna VAKANS, en framundan er kynningarherferð á VAKANUM fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og innlenda ferðamenn. Jafnframt er unnið að því að leggja drög að kynningu á VAKANUM fyrir erlendan markað, en sú kynning hefst formlega á Vestnorden í byrjun október. Töluverðar væntingar eru til þessa samstarfs, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenska ferðaþjónustu að fyrirtækin sameinist um að auka gæði, öryggi og umhverfisvitund og gerist þátttakendur í nýja gæða- og umhverfiskerfinu. Nánar á www.vakinn.is
Lesa meira

Þjónustunámskeið - Leiðin að hjarta gestsins

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda og Gerum betur munu standa fyrir lifandi og skemmtilegum námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsmenn í fyrirtækjum innan samtakanna og hjá FB í Reykjavík þann 24. maí og síðar um land allt eins og gert var á síðastliðnu ári. Margrét Reynisdóttir mun fara yfir raddbeitingu og líkamstjáningu, hrós, samskipti við erfiða viðskiptavini, símaþjónustu, tölvupóst og menningarheima. Örn Arnarson leikari sýnir, með eftirminnilegum hætti, hvernig starfsmenn og stjórnendur geta haft áhrif á ánægju gesta með því að velja sér rétt hlutverk. Markmið námskeiðanna er að fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita þjónustu umfram væntingar, meðhöndla erfiða viðskiptavini og þjóna sem best gestum frá mismunandi menningarheimum. Dagur: 24.maí, kl 8.30 -12.30 Staður: Center hótel, Aðalstræti Skráninga á: gerumbetur@gerumbetur.is eða á info@saf.is Verð: kr. 14.900 Nánari upplýsingar á vef SAF
Lesa meira

Grettistak í kynningarmálum innlendrar ferðaþjónustu

Í dag var undirritað samkomulag um sameiginlegt markaðsátak sem hvetja á Íslendinga til ferðalaga innanlands. Aðilar að samkomulaginu eru Ferðamálastofa, markaðsstofur allra landshluta og Ferðaþjónusta bænda. Verkefninu er ætlað að skila mun betri nýtingu fjármuna og markvissari markaðssetningu öllum aðilum í ferðaþjónustu til heilla. „Íslendingar ættu hiklaust að leyfa sér að vera ferðamenn á Íslandi og greiða fyrir þjónustu og afþreyingu, fá leiðsögn um okkar einstæðu náttúru- og menningarminjar, panta gistingu og kaupa góðan mat,“ sagði Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, í kjölfar undirritunarinnar. Ólöf bætti því við að Ísland sé kraumandi af spennandi ævintýrum fyrir alla fjölskylduna. „Hér heima er hægt að upplifa svo margt sem er alveg einstakt á heimsvísu.“ Átakið mun standa næstu þrjú árin og í sumar verður nýtt vefsvæði undir formerkjum herferðarinnar opnað. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, olof@ferdamalastofa.is Sími: 695 2039 Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun í morgun. Efri röð frá vinstri: Davíð Samúelsson, Markaðsstofu Suðurlands; Kristján Pálsson, Markaðsstofu Suðurnesja; Rósa Björk Halldórsdóttir, Markaðsstofu Vesturlands; Ásbjörn Björgvinsson, Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi og Gústaf Gústafsson, Markaðsstofu Vestfjarða. Neðri röð frá vinstri: Dóra Magnúsdóttir, Höfuðborgarstofu; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, Austurbrú (Markaðsstofu Austurlands) og María Reynisdóttir, Ferðaþjónustu bænda.
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 5 júní. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið Í Hörpu, rými B og hefst það kl. 12:45. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva allt frá árinu 1993.  Ferðakostnaður greiddurTil að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að, flug eða eldsneytiskostnað. Senda skal upplýsingar á elias@ferdamalastofa.is um hvaða flug á að skrá ykkur í eða hafa samband við Elías í síma 535 5510, annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð.  Dagskráin hefst kl.12:45 þriðjudaginn 5. júní og lýkur kl. 16:00 þannig að flestir sem koma og fara með flugi geta farið fram og til baka samdægurs. SkráningÞátttaka tilkynnist í síðasta lagi kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum. Dagskrá: Dags:     Þriðjudaginn 5.  júní Staður:   Harpa, rými BTími:      12.45 - 16.15 12:45 – 13:00  Skráning þátttakenda og afhending gagna 13:00 – 13:10  Mikilvægi upplýsingamiðstöðva og gæða                      Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður Akureyri, Ferðamálastofa        13:10 – 13:40  Daglegt starf á upplýsingamiðstöð                      Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöð Reykjavíkur 13:40 – 14.00  Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu                      Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu 14:00 – 14:45  Öryggi ferðamanna á Íslandi og vefurinn www.safetravel.is                      Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri Landsbjargar 14:45 – 15:00  Kaffi / te 15:00 – 15:50  Ólíkir menningarheimar, þjónusta og samskipti                      Áslaug Briem, Ferðamálastofu 15:50   Samantekt og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.
Lesa meira