Fara í efni

Gull í Cannes!

cannes
cannes

Markaðsátakið Inspired by Iceland hlýtur Ljónið, hin eftirsóttu gullverðlaun auglýsingahátíðarinnar í Cannes, fyrir besta notkun almenningstengsla í auglýsingaherferð á síðasta ári. Tilkynnt var um verðlaunin í dag.

Á vef Íslandsstofu  kemur fram að verðlaunin eru veitt fyrir heimboð Íslendinga, sem voru liður í haustátaki Inspired by Iceland. Íslendingar voru hvattir til þess að mynda persónuleg kynni við ferðamenn. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim, eða taka þátt í daglegu lífi Íslendinga með öðrum hætti.

„Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa vinnur til verðlauna á hátíðinni og er þetta einn stærsti heiður sem auglýsingastofa getur fengið fyrir sína vinnu.“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni sem sá um framleiðslu efnis fyrir haustátakið. Auglýsingahátíðin í Cannes er stærsta fagverðlaunahátíð auglýsingabransans, en hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1954. Um 30.000 auglýsingar og herferðir taka þátt í  hátíðinni.

Nánar á  vef Íslandsstofu