Fara í efni

WOW air kaupir Iceland Express

wow - iceland express lógó
wow - iceland express lógó

WOW air hefur í dag tekið yfir allan flugrekstur og áætlunarflug Iceland Express. Ekki er um sameiningu að ræða heldur tekur WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Expres.

Staðið við skuldbindingar gagnvart farþegum
Í tilkynningu frá WOW air kemur fram að lítil sem engin röskun verði á flugum þeirra sem pantað hafa farmiða með Iceland Express en WOW air mun tryggja að staðið verði við allar skuldbindingar gagnvart þeim farþegum.

Áfangastaðir næsta sumar
Flogið verður framvegis undir merkjum WOW air. Frá og með næsta vori verður WOW air með  fjórar A320 Airbus vélar og bjóða upp á 400.000 sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu; London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Milano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilniust og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni flugferða á marga áfangastaði stóraukast, segir ennfremur í tilkynningunni.

Saga Iceland Express öll
Með þessum kaupum lýkur tæplega 10 ára sögu Iceland Express en fyrsta ferð á vegum félagsins var farin 27. febrúar árið 2003.