Fara í efni

Þjónustunámskeið - Leiðin að hjarta gestsins

Sumarkunnun 20111
Sumarkunnun 20111

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda og Gerum betur munu standa fyrir lifandi og skemmtilegum námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsmenn í fyrirtækjum innan samtakanna og hjá FB í Reykjavík þann 24. maí og síðar um land allt eins og gert var á síðastliðnu ári.

Margrét Reynisdóttir mun fara yfir raddbeitingu og líkamstjáningu, hrós, samskipti við erfiða viðskiptavini, símaþjónustu, tölvupóst og menningarheima.

Örn Arnarson leikari sýnir, með eftirminnilegum hætti, hvernig starfsmenn og stjórnendur geta haft áhrif á ánægju gesta með því að velja sér rétt hlutverk.

Markmið námskeiðanna er að fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita þjónustu umfram væntingar, meðhöndla erfiða viðskiptavini og þjóna sem best gestum frá mismunandi menningarheimum.

Dagur: 24.maí, kl 8.30 -12.30
Staður: Center hótel, Aðalstræti
Skráninga á: gerumbetur@gerumbetur.is eða á info@saf.is
Verð: kr. 14.900

Nánari upplýsingar á vef SAF