Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi -Bragð af því besta

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi -Bragð af því besta
Hraunfossar

Fimmtudaginn 31. maí verður boðið til veislu að Háskólanum á Bifröst þar sem ferðaþjónustan er sýnd og kynnt frá ýmsum hliðum. Gestum er boðið að upplifa, hlusta, sjá, smakka og ræða það sem verið er að vinna með og tengist atvinnusköpun og vellíðan heima í héraði. Allan daginn verða opnar kynningar þar sem ferðaþjónustuaðilar og aðrir geta kynnt starfsemi sína. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sitt fyrirtæki láti vita í netfangið vilborg@vesturland.is. Þátttaka er öllum opin og að kostnaðarlausu. Áhugasamir skrái sig á www.vesturland.is 

Sjá dagskrá í PDF-skjali


Athugasemdir