Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Sumarkunnun 20113
Sumarkunnun 20113

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 5 júní. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið Í Hörpu, rými B og hefst það kl. 12:45. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva allt frá árinu 1993. 

Ferðakostnaður greiddur
Til að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að, flug eða eldsneytiskostnað. Senda skal upplýsingar á elias@ferdamalastofa.is um hvaða flug á að skrá ykkur í eða hafa samband við Elías í síma 535 5510, annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð.  Dagskráin hefst kl.12:45 þriðjudaginn 5. júní og lýkur kl. 16:00 þannig að flestir sem koma og fara með flugi geta farið fram og til baka samdægurs.

Skráning
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.

Dagskrá:


Dags:     Þriðjudaginn 5.  júní
Staður:   Harpa, rými B
Tími:      12.45 - 16.15


12:45 – 13:00  Skráning þátttakenda og afhending gagna

13:00 – 13:10  Mikilvægi upplýsingamiðstöðva og gæða
                      Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður Akureyri, Ferðamálastofa
        
13:10 – 13:40  Daglegt starf á upplýsingamiðstöð
                      Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöð Reykjavíkur

13:40 – 14.00  Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu
                      Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu

14:00 – 14:45  Öryggi ferðamanna á Íslandi og vefurinn www.safetravel.is
                      Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri Landsbjargar

14:45 – 15:00  Kaffi / te

15:00 – 15:50  Ólíkir menningarheimar, þjónusta og samskipti
                      Áslaug Briem, Ferðamálastofu

15:50   Samantekt og námskeiðslok.

Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.