Fara í efni

Erindi frá Ferðamálaþingi

Ferðamálaþing
Ferðamálaþing

Nú eru aðgengileg erindin sem flutt voru á ferðamálaþinginu á Ísafirði fyrr í mánuðinum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tók upp stóran hluta af því efni sem flutt var þannig nú geta allir þeir sem ekki gátu mætt kynnt sér það efni sem tekið var fyrir og þeir sem mættu rifjað upp einstaka efnisþætti.

Á annað hundrað manns tóku þátt í þinginu, sem stóð í tvo daga. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gengust fyrir þinginu í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð og Íslandsstofu. Yfirskrift þingsins var „Upplifðu“ en meginþema þess var áhersla á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. Bakgrunnur fyrirlesara var fjölbreyttur og má þar nefna hönnuði, háskólafólk, ferðaþjónustuaðila og fleiri. Fjölmörg áhugaverð verkefni á ýmsum stingum voru kynnt og einnig haldnar málstofur með þátttöku ráðstefnugesta. Þingið hófst með ávarpi Katrínar Júlíusdóttir ferðamálaráðherra og lauk með afhendingu hvatningarverðlauna ráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu.