Fara í efni

Upptökur af örráðstefnu

Norðursljós
Norðursljós

„Hvaða tækifæri eru í norðurljósunum? - Hlutverk gagnrýnna rannsókna í ferðaþjónustu“ var yfirskrift örráðstefnu sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands 27 október 2011. Upptökur af ráðstefnunn eru nú aðgengilegar hér á vefnum.


Í kjölfar hrunsins hefur ferðaþjónusta á Íslandi fengið mikla athygli. Með það fyrir augum að frumforsendur nýsköpunar og markaðsstarfs í ferðaþjónustu liggja í öflugu og gagnrýnu rannsóknarstarfi lögðu sex aðilar í íslensku háskólasamfélagi til umræðunnar á hvaða grunni betur mætti byggja til framtíðar.

Edward H. Huijbens setur fundinn, en eftir honum koma Viðar Hreinsson, bréf frá Þorvarði Árnasyni, Edward aftur, Rannveig Ólafsdóttir, bréf frá Guðrúnu Helgadóttur og Friðrik Eysteinsson. Upptökur af erindum má nálgast hér:

http://streymi.hi.is/videos/335/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna

Eftir framsögur sköpuðust umræður og er upptöku þeirra hægt að sjá hér:

http://streymi.hi.is/videos/336/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna