Fréttir

Fjölmargir heimsóttu Íslandsperlur

Fjölmargir lögðu leið sína á sýninguna Íslandsperlur sem haldin var í Perlunni um helgina. Þar gafst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytta ferðamöguleika á Íslandi, skoða, spjalla og spyrja, bragða á íslenskum krásum og njóta fjölbreyttra viðburða. Að Íslandsperlum stóðu markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri flutti ávarp við opnunina og tilkynnt var um val á EDEN- verðlaunahafa, eða fulltrúa Íslands í verkefnið gæðaáfangastaðir Evrópu 2011 ,,European Destination of Excellence“. Vigdís Finnbogadóttir setti svo sýninguna formlega og flutti við það tækifæri skemmtilegt ávarp þar sem hún sagði frá aðkomu sinni að íslenskri ferðaþjónustu sem leiðsögumaður og fleira á þeim árum sem segja má að greinin hafi enn verið að slíta barnsskónum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina. Íslandsperlur 2011 - myndir  
Lesa meira

Gosið í Grímsvötnum

Viðbragðsteymi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda hittist á hverjum morgni í iðnaðarráðuneytinu til að meta stöðuna og taka ákvarðanir um aðgerðir. Í viðbragðsteyminu eru fulltrúar frá iðnaðar- og ferðamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Almannavarna, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Icelandair, Iceland Express,  Reykjavíkurborgar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðamálaráðs og embættis Forseta Íslands. Áhersla er lögð á að samræma upplýsingagjöf, m.a. til ferðamanna sem ekki komast til síns heima, upplýsingar til farþega sem fastir eru erlendis, upplýsingagjöf til fjölmiðla og gerð gagna handa innlendum og erlendum ferðaþjónustuaðilum svo svara megi fjölda fyrirspurna á samræmdan máta. Mikil áhersla er lögð á forystu og leiðsögn almannavarna á öllum stigum. Upplýsingar á enskuFerðaþjónustuaðilum er bennt á vefinn www.iceland.is og að ráðleggja viðskiptavinum sínum og öðrum sem hafa samband að fara þangað inn.  Þar er staðan uppfærð jafnóðum og þar er bein tenging inn á Almannavarnir.  Þessar upplýsingar eru allar á ensku.  Ennfremur er gagnlegt að fara inn á ensku síðu Veðurstofunnar www.imo.is . Ef erlendir fjölmiðlamenn hafa samband er best að benda þeim á að hafa samband við fjölmiðlavaktina í Almannavörnum í síma 570-2634.   Ferðafólki og öðrum er bent á að fylgjast með á eftirtöldun síðum. Upplýsingar um flugumferð: Textavarp RÚV Heimasíða ISAVA Keflavíkurflugvöllur Icelandair Íslenska - Enska Icelandexpress Íslenska - Enska Flugfélag Íslands Ástand vega: Vegagerðin Almennar upplýsingar um gang gossins og öryggisráðstafanir: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Upplýsingar til erlendra ferðamanna: www.iceland.is http://www.facebook.com/inspiredbyiceland http://twitter.com/#!/icelandinspired VisitIceland.com http://www.isanicelandicvolcanoerupting.com/ Hjálparlína og þjónustumiðstöðvar Búið er að opna þjónustumiðstöðvar, sitt hvorum megin gossvæðisins og opna fyrir hjálparlínu þangað sem fólk getur hringt vanti það upplýsingar um aðstæður eða annað sem tengist eldgosinu og hvernig best sé fyrir fólk að bregðast við á gossvæðinu. Önnur miðstöðin er í félagsmiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og hin er í Hofgarði í Öræfum. Á seinni staðnum eru sálfræðingur á vegum almannavarna til reiðu. Hjálparlínan sem fólk getur hringt í er með símanúmerið 1717. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um aðstæður og fleira það sem er gott að vita fyrir líf á gossvæðinu. Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni. Skyggni er mjög slæmt og víða er myrkrið svo mikið að fólk sér ekkert frá sér.
Lesa meira

Gosið í Grímsvötnum (uppfært kl. 08:40)

Minni kraftur virðist vera í gosinu í dag, mánudag, en öskufall er enn mikið. Gangi öskuspár eftir eru taldar góðar líkur á því að flugvellir á suðvesturhorninu verði opnaðir síðdegis eða í kvöld og Akureyrarflugvöllur upp úr hádegi. Fólki þó bennt á að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna og Keflavíkurflugvallar (sjá tengla neðar í fréttinni) þar sem aðstæður eru fljótar að breytast.  Þjóðvegur  1 er lokaður frá Vík í Mýrdal austur yfir Skeiðarársand að Freysnesi. Áhersla er lögð á að koma sem réttustum upplýsingum á framfæri við fjölmiðla erlendis og til þess nýttar ýmsar leiðir. Viðbragðshópurinn, sem stýrði málum þegar gaus á síðasta ári, þ.e. fulltrúar stjórnvalda, SAF, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Almannavarna, flugfélaganna o.fl. sér uym að samhæfa aðgerðir. Upplýsingar á enskuFerðaþjónustuaðilum er bennt á vefinn www.iceland.is og að ráðleggja viðskiptavinum sínum og öðrum sem hafa samband að fara þangað inn.  Þar er staðan uppfærð jafnóðum og þar er bein tenging inn á Almannavarnir.  Þessar upplýsingar eru allar á ensku.  Ennfremur er gagnlegt að fara inn á ensku síðu Veðurstofunnar www.imo.is . Ferðaþjónustuaðilar eru beðnir að benda gestum, sem eru strandaðir hér, að fara í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Aðalstræti og fá ókeypis gestakort 24 tíma. Ef erlendir fjölmiðlamenn hafa samband er best að benda þeim á að hafa samband við fjölmiðlavaktina í Almannavörnum í síma 570-2634.   Ferðafólki og öðrum er bent á að fylgjast með á eftirtöldun síðum. Upplýsingar um flugumferð: Textavarp RÚV Heimasíða ISAVA Keflavíkurflugvöllur Icelandair Íslenska - Enska Icelandexpress Íslenska - Enska Ástand vega: Vegagerðin Almennar upplýsingar um gang gossins og öryggisráðstafanir: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Upplýsingar til erlendra ferðamanna: www.iceland.is http://www.facebook.com/inspiredbyiceland http://twitter.com/#!/icelandinspired VisitIceland.com http://www.isanicelandicvolcanoerupting.com/ Hjálparlína og þjónustumiðstöðvar Búið er að opna þjónustumiðstöðvar, sitt hvorum megin gossvæðisins og opna fyrir hjálparlínu þangað sem fólk getur hringt vanti það upplýsingar um aðstæður eða annað sem tengist eldgosinu og hvernig best sé fyrir fólk að bregðast við á gossvæðinu. Önnur miðstöðin er í félagsmiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og hin er í Hofgarði í Öræfum. Á seinni staðnum eru sálfræðingur á vegum almannavarna til reiðu. Hjálparlínan sem fólk getur hringt í er með símanúmerið 1717. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um aðstæður og fleira það sem er gott að vita fyrir líf á gossvæðinu. Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni. Skyggni er mjög slæmt og víða er myrkrið svo mikið að fólk sér ekkert frá sér.
Lesa meira

Stykkishólmur er gæðaáfangastaður Íslands árið 2011

Stykkishólmsbær var í dag útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. EDEN-gæðaáfangastaðir EDEN-gæðaáfangastaðir ,,European Destination of Excellence“ er samevrópskt verkefni sem Ferðamálastofa heldur utan um fyrir Íslands hönd. Markmið þess er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Árleg samkeppniÁrlega er haldin samkeppni í hverju aðildarlanda EDEN um gæða áfangastaði í Evrópu og er nýtt þema á hverju ári. Með því að hafa þau breytileg er leitast við að gefa sem flestum gerðum af stöðum og ferðaþjónustu kost á þátttöku. Þema þessa árs var „Ferðaþjónusta og endurnýjun svæða“ (Tourism and Regeneration of Physical Sites). Athyglinni er beint að svæðum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem ferðamannastaðir, eftir að hafa áður gegnt einhverju öðru og alls óskyldu hlutverki. Rökstuðningur dómnefndarÍ rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Stykkishólmur hefur eflst sem áfangastaður fyrir ferðamenn á síðustu árum og gegnir ferðaþjónusta æ mikilvægara hlutverki í atvinnusköpun og tekjuöflun bæjarins. Við uppbyggingu ferðaþjónustunnar hefur m.a. verið tekið mið af hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar um varðveislu menningarminja, sögu og náttúru. Eitt helsta aðdráttarafl Stykkishólms eru gömlu húsin sem hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og gegna nú mörg hver ferðaþjónustutengdu hlutverki“ Þá er vísað í að Stykkishólmur hefur breyst úr hefðbundnu sjávarþorpi í bæjarsamfélag þar sem fjölbreyttir atvinnuvegir eru fyrir hendi. Ferðaþjónusta hefur haft jákvæð áhrif á uppbyggingu bæjarins, aukið hagvöxt og fjölbreytni atvinnulífsins. Við alla ákvarðanatöku hefur sjálfbær þróun verið höfð að leiðarljósi varðandi efnahagslega, menningarlega og félagslega þætti,“ segir enn fremur en Stykkishólmur hefur í samvinnu við fjögur önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi  fengið fullnaðarvottun umhverfisvottunarsamtakanna Earthcheck, eitt svæða á Íslandi. Verðlaunin afhent í haustVerðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í Brussel í haust. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Vestfirðir fyrsti EDEN-áfangastaður ÍslandsÍsland tók í fyrsta sinn þátt í EDEN-verkefninu á árinu 2010, þegar samkeppnin var haldin í 4. sinn. Þema ársins 2010 var Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism). Dómnefnd valdi þá Vestfirði og Vatnavini Vestfjarða sem fulltrúa fyrir hönd Íslands. Dómnefndin var skipuð að þessu sinni þeim Hugrúnu Hannesdóttur frá Ferðaþjónustu bænda, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,  Jóni Gunnari Borgþórssyni frá Íslandsstofu og Oddnýju Þóru Óladóttur frá Ferðamálastofu sem var formaður dómnefndar. Verkefnisstjóri EDEN verkefnisins hérlendis er Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Sjá rökstuðning dómnefndar í heild sinni (PDF) Meðfylgjandi mynd var tekin á ferðasýningunni Íslandsperlum í dag þar sem útnefningin var tilkynnt. Talið frá vinstri: Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu; Svanborg Siggeirsdóttir formaður Framfarafélagsins Eflingar í Stykkishólmi; Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri; Gréta Sigurðardóttir, varaformaður Framfarafélagsins Eflingar; Berglind Axelsdóttir bæjarfulltrúi; Þórunn Sigþórsdóttir, landvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli; Oddný Þóra Óladóttir, formaður dómnefndar og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.  
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 7 júní. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið á Grand Hótel (salurinn heitir Teigur) og hefst það kl. 12:45. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva allt frá árinu 1993.  Til að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að (senda upplýsingar á elias@ferdamalastofa.is um hvaða flug á að skrá ykkur í eða hafa samband við Elías í síma 535 5510 ), annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð.  Dagskráin hefst kl.12:45 þriðjudaginn 7. júní og lýkur kl. 16:00 þannig að flestir sem koma og fara með flugi geta farið fram og til baka samdægurs. SkráningÞátttaka tilkynnist fyrir 6. júní. Skráning fer fram hér á vefnum. Dagskrá: Dags:     Þriðjudaginn 7.  júní Staður:   Grand Hótel, Teigur (nafnið á salnum)Tími:      12.45 - 16.15 12:45 – 13:00  Skráning þátttakenda og afhending gagna 13:00 – 1310   Eru upplýsingamiðstöðvar mikilvægar?                     Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu.        13:10 – 13:40  Daglegt starf á upplýsingamiðstöð                     Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöð Reykjavíkur 13:40 – 14.00  Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu                     Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu 14:00 – 14:45  Öryggi ferðamanna á Íslandi og vefurinn www.safetravel.is                     Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri Landsbjargar 14:45 – 15:00  Kaffi / te 15:00 – 15:50  SAMstarfsmenn                     Örn Árnason, leikari 15:50   Samantekt og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist fyrir 6. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.
Lesa meira

Tilkynnt um val á EDEN-gæðaáfangastað

Við opnun ferðasýninarinnar Íslandsperlur næstkomandi föstudag, 20. maí kl. 16, verður tilkynnt hvaða áfangastaður á Íslandi hlýtur útnefningu sem gæðaáfangastaður í Evrópu 2011, eða svokallaður EDEN-áfangastaður. Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Árleg samkeppniÁrlega er haldin samkeppni um gæða áfangastaði í Evrópu og er nýtt þema á hverju ári. Með því að hafa þau breytileg er leitast við að gefa sem flestum gerðum af stöðum og ferðaþjónustu kost á þátttöku. Þema þessa árs er „Ferðaþjónusta og endurnýjun svæða“ (Tourism and Regeneration of Physical Sites). Athyglinni er beint að svæðum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem ferðamannastaðir, eftir að hafa áður gegnt einhverju öðru og alls óskyldu hlutverki. Nokkrar áhugaverðar tillögur bárust dómnefnd og á föstudaginn er sem sagt komið að því að upplýsa hver hlýtur útnefningu að þessu sinni. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í Brussel í haust. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Vestfirðir fyrsti EDEN-áfangastaður ÍslandsÍsland tók í fyrsta sinn þátt í EDEN-verkefninu á árinu 2010, þegar samkeppnin var haldin í 4. sinn. Þema ársins 2010 var Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism). Dómnefnd valdi þá Vestfirði og Vatnavini Vestfjarða EDEN sem fulltrúa fyrir hönd Íslands. Vefsíður með nánari upplýsingum: Heimasíða verkefnisins EDEN á Facebook
Lesa meira

Ferðaþjónusta bænda hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2011

Í dag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Ferðaþjónustu bænda Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Sævar Skaptason framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.  Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru. Fram kom í ávarpi formanns úthlutunarnefndar Friðrikis Pálssonar að Ferðaþjónusta bænda fái verðlaunin fyrir þá forystu sem fyrirtækið hefur sýnt í þróun ferðaþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins, fyrir afburða árangur í sölu og markaðsmálum og fyrir þá framsýni sem fyrirtækið hefur sýnt í að innleiða sjónarmið sjálfbærrar þróunar í starfsemi sinni. Ferðaþjónusta bænda er góður fulltrúi fyrir þann vaxandi fjölda fyrirtækja sem laða til landsins erlenda gesti, veita þeim afbragðs góða þjónustu og gera dvöl þeira hér á landi að ógleymanlegri upplifun. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein í heimi – og er þá sama hvort litið er á greinina út frá veltu, fjölda starfa eða fjölda fyrirtækja og er áætlað að á þessu ári muni einn milljarður mann leggja land undir fót og nýta sér þjónustu fyrirtækja í þessari grein. Vöxtur ferðaþjónustunnar hér á landi hefur einnig verið ævintýralegur. Erlendir gestir sem komu til landsins árið 1980 voru 65.000, en 30 árum síðar þ.e. í fyrra voru þeir um 500.000. Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar hafa aukist að sama skapi á þessu tímabili og nema nú um 20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fullyrða má að starfsemi Ferðaþjónustu bænda hafi lyft Grettistaki fyrir íslenskar sveitir og að þær væru fámennari og fátæklegri ef ekki væri fyrir þá merkilegu starfsemi sem unnin er á vegum fyrirtækisins og félags ferðaþjónustubænda. Hugmyndafræði sjálfbærrar ferðaþjónustu hefur verið höfð að leiðarljósi og áhersla lögð á aukna fagmennsku með þátttöku í verkefnum tengdum gæða- og umhverfismálum og nú síðast vöruþróunarverkefnum  með áherslu á lengingu ferðamannatímabilsins. VerðlaunagripurinnFerðaþjónusta bænda fær í hendur sérhannaðan verðlaunagrip og skjal, auk þess sem verðlaunahafi fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Ingu Elínu myndlistarmanni en merki Útflutningsverðlaunanna er hannað af Hilmari Sigurðssyni. Listaverkið eftir Ingu Elínu heitir Gróska og er unnið í gler og steypu. Listamaðurinn lýsir verkinu þannig: Samþætting jökla og gróskunnar úr íslenskri jörð. Vöxtur aðdáunar heimsins á tærleika landsins. HeiðursviðurkenningÍ tilefni þeirra tímamóta að Íslandsstofa tekur nú við umsjón verðlaunanna ákvað úthlutunarnefndin þess vegna því að festa í sessi veitingu sérstakrar heiðursviðurkenningar til einstaklinga sem með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Í ár er það Kristinn Sigmundsson óperusöngvari sem hlýtur heiðursviðurkenninguna. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá  Alþýðusambandi Íslands, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands og Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.
Lesa meira

Langfjölmennasti aprílmánuður frá upphafi

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 34.333 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum en þeir hafa aldrei áður farið yfir 30 þúsund í aprílmánuði. Fjölgun í apríl um 34% milli áraUm er að ræða 40% aukningu um Keflavíkurflugvöll frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyjafjallajökli hafði veruleg áhrif á fjölda ferðamanna í apríl í fyrra og eru þar af leiðandi sveiflur miklar í tölunum á milli ára. Um 1.000 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Akureyrarflugvöll í aprílmánuði í fyrra, þar sem millilandaflug fluttist um tíma til Akureyrar vegna gossins. Raunfjölgun erlendra ferðamanna nemur því um 34% milli ára. Fjölmennustu aprílmánuðir til þessa voru 2007 og 2009 þegar erlendir ferðamenn voru rétt innan við 28 þúsund. Bretar fimmtungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða um fimmtungur ferðamanna (20,8%), einn af hverjum tíu (10,3%) frá Bandaríkjunum  og svipaður fjöldi frá Danmörku (9,8%) og Noregi (9,3%). Alls hafa 104 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 15.500 fleiri ferðamenn en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,5% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum, langmest hefur hún þó verið frá N-Ameríku eða 44%, þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 27,8% aukningu og í þriðja sæti eru Norðurlöndin með um 17% aukningu. Aukning frá Bretlandi mælist minni eða tæp 8% og tæp 4% frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað“. Brottfarir ÍslendingaBrottförum Íslendinga fjölgaði um 50% í apríl frá því í fyrra, voru 29 þúsund í ár en 19 þúsund í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um fimmtung í samanburði við sama tímabil árið 2009. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.   BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ Apríl eftir þjóðernum Janúar - apríl eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.117 3.318 1.201 56,7   Bandaríkin 9.415 12.837 3.422 36,3 Bretland 5.286 6.722 1.436 27,2   Bretland 22.258 24.000 1.742 7,8 Danmörk 1.971 3.175 1.204 61,1   Danmörk 6.895 8.480 1.585 23,0 Finnland 926 937 11 1,2   Finnland 1.999 1.947 -52 -2,6 Frakkland 1.141 1.836 695 60,9   Frakkland 4.425 6.137 1.712 38,7 Holland 821 1.216 395 48,1   Holland 3.517 4.074 557 15,8 Ítalía 211 327 116 55,0   Ítalía 906 1.091 185 20,4 Japan 258 228 -30 -11,6   Japan 2.471 2.364 -107 -4,3 Kanada 234 977 743 317,5   Kanada 972 2.157 1.185 121,9 Kína 189 420 231 122,2   Kína 757 1.059 302 39,9 Noregur 2.066 3.008 942 45,6   Noregur 7.667 8.602 935 12,2 Pólland 632 939 307 48,6   Pólland 2.190 2.356 166 7,6 Rússland 47 130 83 176,6   Rússland 366 542 176 48,1 Spánn 509 505 -4 -0,8   Spánn 1.169 1.474 305 26,1 Sviss 175 186 11 6,3   Sviss 747 823 76 10,2 Svíþjóð 1.773 2.381 608 34,3   Svíþjóð 6.159 7.614 1.455 23,6 Þýskaland 1.565 2.496 931 59,5   Þýskaland 5.732 7.477 1.745 30,4 Annað 3.166 3.532 366 11,6   Annað 10.916 11.034 118 1,1 Samtals 23.087 32.333 9.246 40,0   Samtals 88.561 104.068 15.507 17,5                       Apríl eftir markaðssvæðum Janúar - apríl eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)       Fjöldi (%) Norðurlönd 6.736 9.501 2.765 41,0   Norðurlönd 22.720 26.643 3.923 17,3 Bretland 5.286 6.722 1.436 27,2   Bretland 22.258 24.000 1.742 7,8 Mið-/S-Evr. 4.422 6.566 2.144 48,5   Mið-/S-Evr. 16.496 21.076 4.580 27,8 N-Ameríka 2.351 4.295 1.944 82,7   N-Ameríka 10.387 14.994 4.607 44,4 Annað 4.292 5.249 957 22,3   Annað 16.700 17.355 655 3,9 Samtals 23.087 32.333 9.246 40,0   Samtals 88.561 104.068 15.507 17,5                       Ísland 19.110 28.996 9.886 51,7   Ísland 78.466 94.016 15.550 19,8
Lesa meira

Ferðasýningin Íslandsperlur 2011

Helgina 21.-22. maí verður ferðasýningin Íslandsperlur haldin í Perlunni . Sýningin er öllum opin og stendur báða dagana frá kl. 10-18. Kynnast, spjalla, spyrja, borðaÞar gefst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytta ferðamöguleika á Íslandi, skoða, spjalla og spyrja, bragða á íslenskum krásum og njóta fjölbreyttra uppákoma. Að Íslandsperlum standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Skemmtileg ferðagetraunSýningargestum verður boðið að ganga hringinn í kringum landið og fá smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar. Auk þess býðst öllum að taka þátt í skemmtilegri ferðagetraun þar sem svörin við spurningunum leynast á sýningunni. Getraunin á eftir að reynast einhverjum gestum happadrjúg því í boði eru veglegir ferðavinningar. Vatnið í forgrunniÁ Íslandsperlum í ár beinum við athyglinni að vatni í öllum sínum myndum; ánum, lækjunum, jöklunum, skíðasvæðunum, sundlaugunum og sjónum umhverfis landið. Fossar falla niður veggi og brúað verður yfir læki sem liðast á milli landshluta þar sem ferðaþjónustuaðilar kynna spennandi möguleika og nýjungar fyrir komandi ferðasumar. Fjölbreytt afþreyingHvort sem fólk hefur áhuga á fugla-, sela-, eða hvalaskoðun, gönguferðum um fjall eða fjöru, skella sér á söfn eða í sundlaugar, njóta menningar og lista, stunda stangveiði eða sjóböð,  slappa af í heilsulindum eða dvelja í blómlegum bæjum landsins þá finna allir örugglega eitthvað sem heillar á Íslandsperlum. Dagskrá sem PDF Íslandsperlur á Facebook
Lesa meira

Hin mikla ábyrgð ferðaþjónustunnar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri skrifar álitsgrein í nýjasta fréttabréf NORA, Norrænu Atlantshafsnefndarinnar, þar sem hún fjallar um þá miklu ábyrgð sem ferðaþjónustan ber við að skapa og viðhalda þeirri ímynd sem norrænu löndin vilja hafa. Ólöf bendir á að norrænu löndin hafa lengi verið tengd við hreinleika, gæði, sterka samfélagsgerð og félagslegt öryggi og að ferðaþjónustan gegni lykilhlutverki í að miðla og viðhalda þessum gæðastimpli. Því sé afar mikilvægt að sú mynd sem við viljum varpa út á við sé sönn og rétt. Í greininni fer hún síðan yfir nokkra þætti sem hún telur að ferðaþjónustan þurfi að taka mið af í þessu samhengi. Öryggistilfinning, bæði í víðum og þröngum skilningi, er eitt það mikilvægasta sem við getum boðið ferðafólki í dag, segir Ólöf einnig í lok greinarinnar; að ferðafólk telji sig geta verið öruggt fyrir glæpum og slysum, að ferðamenn geti tjáð sig við heimamenn, að öruggt sé að ferðast með börn og að ef eitthvað komi upp á þá sé til staðar nauðsynleg þjónusta. Hér standi norrænu löndin afar sterkt að vígi. Greinina í heild má lesa á vef NORA
Lesa meira