Fara í efni

Ferðamálaþing 2011

SAFJRUR
SAFJRUR

Ferðamálaþing 2011 verður haldið dagana 5.-6. október 2011 á Ísafirði.  Að þessu sinni er undirbúningur ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöðvar, Byggðasafns Vestfjarða, Arkitektafélags og Hönnunarmiðstöðvar.  

Áherslur þingsins lúta að samspili skapandi greina og ferðaþjónustu og þeirri vöruþróun og nýsköpun sem af slíku samspili geta sprottið.  Upplifun er meginþema dagskrárinnar og mega gestir vænta þess að eiga skemmtilega og innihaldsríka daga á Ísafirði í byrjun október.  

Þeir sem starfa við ferðaþjónustu og aðrar skapandi greinar eru hvattir til að taka frá dagana 5. og 6. október 2011.

Mynd: westfjords.is