Fara í efni

Uppsveitabrosið afhent í sjöunda sinn

Uppsveitabross 2011
Uppsveitabross 2011

"Uppsveitabrosið" er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu. Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert. 

Uppsveitabrosið 2010 hlaut Magnús Hlynur Hreiðarsson  blaða- og fréttamaður á Selfossi. Á myndinni er hann með Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa í uppsveitum Árnessýslu.

Í rökstuðningi segir að skógarnir Magnús Hlynur fá viðurkenninguna fyrir frábært samstarf, jákvæðni og skemmtilegan fréttaflutning. "Magnús Hlynur er blaðamaður á Dagskránni og féttamaður á RÚV og er einkum þekktur fyrir skrítnar og skemmtilegar fréttir af Suðurlandi," segir orðrétt.

Brosið er óáþreifanlegt, en því fylgir ávallt hlutur sem handverks- eða listamaður í Uppsveitunum býr til hverju sinni. Listakonan í ár er Ellisif Malmo Bjarnadóttir á Helgastöðum sem teiknaði og málaði af Magnúsi Hlyn.