Fara í efni

Þjóðfundur um framkvæmd Ferðamálastefnu 2011-2020

Þjóðfundur um framkvæmd Ferðamálastefnu 2011-2020 verður haldinn í Reykjavík í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands. Fundurinn fer fram í Nauthóli í Nauthólsvík, fimmtudaginn 28.apríl 2011.

Yfirskrift fundarins er „Hvert ætlum við og hvernig komust við þangað?“ og verður hann haldinn á milli kl 14 og 18. Á fundinum verður unnið í hópum með þjóðfundarskipulagi. Ferðamálastefnan er lögð til grundvallar og sjónum einkum beint að vöruþróun, innviðum, samvinnu og samstarfi innan landshluta og milli fyrirtækja. Til fundarins er sérstaklega boðið fulltrúum þeirra stofnana sem fara með ferðamálin auk fólks sem starfar í ferðþjónustufyrirtækjum. Nánari upplýsingar og skráning á vef Ferðamálasamtaka Íslands, www.ferdamalasamtok.is

Fyrir hádegi:
Kl. 10.15 -11:30 Fyrirlestur um pakkagerð í ferðaþjónustunni, nánar auglýst síðar

Í hádeginu:
Kl. 11:30 – 13:30 Aðalfundarstörf Ferðamálasamtaka Íslands yfir hádegisverði á staðnum

Eftir hádegi:
Kl. 14-18 Ferðamálaáætlun 2011-2020 kynnt

Kl. 18:00 – 19:30
Ferðamálasamtök Höfuðborgarsvæðisins skipuleggja skemmtilega rútuferð um svæðið. 
Endað á veitingastað í miðborginni, þar sem þeir sem hafa tök á borða saman