Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í mars

Flugstöð
Flugstöð

Hátt í 116 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum.

Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, fóru rúmlega 309 þúsund farþegar um völlinn sem er 12,45% aukning sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Farþegar á leið frá landinu voru 48.717 í mars síðastliðnum en á leið til landsins voru 50.652 farþegar. Áfram- og skiptifarþegum fjölgaði einnig á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir marsmánuð en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni. Þá kemur betur í ljós hlutfall og þróun í umferð erlendra ferðamanna sem sækja landið heim.

  Mars 11. YTD Mars 11. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 48.701 133.613

46.304

121.385

5,21%

10,07%
Hingað: 50.652 128.701

48.018

116.808

5,49%

10,18%
Áfram: 1.271 5.080

1.305

5.072

-2,61%

0,16%
Skipti. 14.968 41.721

11.548

31.621

29,62%

31,96%
  115.608 309.121 107.175 274.886

7,87%

12.45%