Fara í efni

Gosið í Grímsvötnum

Grimsvotn
Grimsvotn

Viðbragðsteymi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda hittist á hverjum morgni í iðnaðarráðuneytinu til að meta stöðuna og taka ákvarðanir um aðgerðir. Í viðbragðsteyminu eru fulltrúar frá iðnaðar- og ferðamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Almannavarna, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Icelandair, Iceland Express,  Reykjavíkurborgar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðamálaráðs og embættis Forseta Íslands.

Áhersla er lögð á að samræma upplýsingagjöf, m.a. til ferðamanna sem ekki komast til síns heima, upplýsingar til farþega sem fastir eru erlendis, upplýsingagjöf til fjölmiðla og gerð gagna handa innlendum og erlendum ferðaþjónustuaðilum svo svara megi fjölda fyrirspurna á samræmdan máta. Mikil áhersla er lögð á forystu og leiðsögn almannavarna á öllum stigum.

Upplýsingar á ensku
Ferðaþjónustuaðilum er bennt á vefinn www.iceland.is og að ráðleggja viðskiptavinum sínum og öðrum sem hafa samband að fara þangað inn.  Þar er staðan uppfærð jafnóðum og þar er bein tenging inn á Almannavarnir.  Þessar upplýsingar eru allar á ensku.  Ennfremur er gagnlegt að fara inn á ensku síðu Veðurstofunnar www.imo.is . Ef erlendir fjölmiðlamenn hafa samband er best að benda þeim á að hafa samband við fjölmiðlavaktina í Almannavörnum í síma 570-2634.  

Ferðafólki og öðrum er bent á að fylgjast með á eftirtöldun síðum.

Upplýsingar um flugumferð:

Ástand vega:

Almennar upplýsingar um gang gossins og öryggisráðstafanir:

Upplýsingar til erlendra ferðamanna:

Hjálparlína og þjónustumiðstöðvar

Búið er að opna þjónustumiðstöðvar, sitt hvorum megin gossvæðisins og opna fyrir hjálparlínu þangað sem fólk getur hringt vanti það upplýsingar um aðstæður eða annað sem tengist eldgosinu og hvernig best sé fyrir fólk að bregðast við á gossvæðinu. Önnur miðstöðin er í félagsmiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og hin er í Hofgarði í Öræfum. Á seinni staðnum eru sálfræðingur á vegum almannavarna til reiðu.

Hjálparlínan sem fólk getur hringt í er með símanúmerið 1717. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um aðstæður og fleira það sem er gott að vita fyrir líf á gossvæðinu.

Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni. Skyggni er mjög slæmt og víða er myrkrið svo mikið að fólk sér ekkert frá sér.