Fara í efni

Ísland á topp 10 fyrir ráðstefnur og hvataferðir

Harpa
Harpa

Ísland er á topp 10 lista samtakanna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsældum á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaðir fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eftir nokkurn sandrátt í þessum geira í kjölfar efnahagshrunsins er gert ráð fyrir góðum vexti á næstu árum

Great Hotels of the World eru samtök sjálfstæðra lúxushótela og því ánægjulegt fyrir Ísland að fá slíka útnefningu. Topp 10 listinn er annars þannig:

1. Svartfjallaland
2. Króatía
3. Suður-Afríka
4. Indland
5. Portúgal (Lissabon)
6. Tyrkland
7. Grísku eyjarnar
8. Ísland
9. Sardinía
10. Suður-Kórea (Seoul)

Fréttin í heild