Fara í efni

Starfsfólk Ferðamálastofu við hreinsunarstörf

Öskuferð
Öskuferð

Hefðbundin þjónusta Ferðamálastofu var með minnsta móti í gær. Starfsfólk á skrifstofunni í Reykjavík, ásamt starfsfólki úr iðnaðarráðuneytinu og fleiri stofnunum ráðuneytisins, hélt árla morguns austur á Kirkjubæjarklaustur til að aðstoða við hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum.

Þau eru sannarlega mörg handtökin sem þarf að vinna til að koma hlutum í samt lag og næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur. Fólk skipti sér niður á gististaði á Klaustri og nágrenni og í lok dags í gær var staðan orðin allt önnur og betri. Á meðfylgjandi mynd er hluti af starfsfólki Ferðamálastofu ásamt Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Helgu Haraldsdóttur, skrifstofustjóra ferðamála í ráðuneytinu, sem létu ekki sitt eftir liggja við hreinsunarstörfin.


Talið frá visntri: Jón Ágúst Þorsteinsson, Katrín Júlíusdóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Katrín Gylfadóttir, Alda Þrastardóttir, Helga Haraldsdóttir og Oddný Þóra Óladóttir.