Fara í efni

Starfsfólk Ferðamálastofu við hreinsunarstörf

Gos
Gos

Hefðbundin þjónusta Ferðamálastofu hefur verið með minnsta móti í dag. Starfsfólk á skrifstofunni í Reykjavík hélt árla morguns austur í sveitir til að aðstoða við hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsötnum.

Þar eru sannarlega mörg handtökin sem þarf að vinna til að koma hlutum í samt lag og næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur. En í fyrramálið ætti þjónustu stofnunarinnar að vera orðin með venjubundnum hætti og þá ættu ferðaþjónustuaðilar og aðrir á Suðurlandi sem urðu fyrir barðinu á öskufalli frá gosinu einnig að vera skrefi nær því að koma starfsemi sinni í eðlilegt horf.