Fara í efni

Spáð vexti hjá skemmtiferðaskipum

Cruise Hamborg
Cruise Hamborg

Í liðinni viku var sýningin Seatrade Europe haldin í Hamborg en þar hittast fagaðilar sem starfa  innan skemmtiferðaskipageirans. Alls voru 15 fyrirtæki þátttakendur á íslenska básnum, þar af 10 hafnir,  og hafa þau aldrei verið fleiri.

Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, er starfsmaður  Cruise Iceland samtakanna. Að hennar sögn tókst sýningin vel og fólk almennt ánægt með árangurinn. ?Það er hugur í fólki innan greinarinnar og allt bendir til þess að þessi  iðnaður muni vaxi næstu árin þrátt fyrir efnahagslega lægð.  Í þessu eins og öðru þurfa menn alltaf að vera á tánum. Markaðssetning þarf að vera áberandi og öflug og menn þurfa sífellt  að leita nýrra og áhugaverðra leiða. Stuðningur ráðamanna og heimafólks á hverju svæði fyrir sig skiptir miklu máli í þessu sambandi. Innviðir verða að vera traustir og fagmennskan þarf að skína í gegn til þess að hver áfangastaður fyrir sig nái að uppfylla þær væntingar sem til hans eru gerðar,? segir Alda.

Myndin er tekin í íslenska sýningarbásnum á Seatrade Europe.