Fara í efni

Framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu

kayaksigling
kayaksigling

Síðastliðinn fimmtudag var haldið málþing á Hótel Ísafirði undir yfirskriftinni "Hvers virði er ferðaþjónustan?". Meðal frummælenda var Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri sem fjallaði um framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Starfsgreinasamband Íslands og Matvís, Matvæla og veitingafélag Íslands héldu málþingið í samvinnu við Ferðamálsamtök Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða og var þar leitast við að svara spurningum um virði ferðaþjónustunnar í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri.

Ólöf Ýrr fór í erindi sínu yfir hlutverk og starf Ferðamálastofu og framtíðarsýn, bæði gagnvart neytendum og atvinnugreininni. Kom hún þar inn á þætti eins og upplifun ferðamannsins, gæða- og umhverfismál, menntun og fagmennsku, neytendavernd, leyfismál og vottunarferla, uppbyggingu og þróun, markaðsmál og fleira. Erindi Ólafar má nálagst hér að neðan.