Fara í efni

Þrándheimur, Lúxemborg og Mílanó bætast við

Flugfarþegar
Flugfarþegar

Þrándheimur í Noregi, Lúxemborg og Mílanó á Ítalínu bætast við á næsta sumri sem áfangastaðir í flugi til og frá Íslandi. Icelandair verður með flug til Þrándheims en Iceland Exoress til Mílanó og Lúxemborgar.

Áætlunarflug Iceland Express til Mílanó og Lúxemborgar hefst í byrjun júní. Flogið verður til Mílanó einu sinni í viku, á laugardögum. Til Lúxemborgar verður flogið tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri

Icelandair mun hefja áætlunarflug til Þrándheims í Noregi í júníbyrjun.  Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, með viðkomu í Bergen á leiðinni frá Íslandi. Þannig verður Þrándheimur fjórða borgin í Noregi sem Icelandair flýgur til næsta sumar en hinar eru Ósló, Bergen á vesturströnd landsins, alls 17 ferðir á viku.