Fréttir

Landnámssetrið fékk eyrarrósina

Landnámssetrið í Borgarnesi er handhafi eyrarrósarinnar 2009. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir menningarverkefni á landsbyggðinni. Verndari viðurkenningarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem afhenti eyrarrósina á Bessastöðum í gær. Þrjú verkefni voru tilnefnd til eyrarrósarinnar 2009: Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði; Landsnámssetur Íslands í Borgarnesi og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.  Með verðlaunagripnum, sem Steinunn Þórarinsdóttir gerði, fylgdi 1,5 milljóna króna fjárstyrkur til verkefnisins. Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands settu eyrarrósina á stofn. Á myndinni eru stofnendur Landnámssetursins þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Lesa meira

Næsti umsóknarfrestur NORA

Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki NORA, Norrænu Atlantsnefndarinnar, er mánudagurinn 2. mars. NORA styrkir samstarfsverkefni á Norður-Atlantssvæðinu í þeim tilgangi að byggja uppsterkt norrænt svæði og efla sjálfbæra þróun. Ferðaþjónusta er meðal þeirar greina sem  eru á megináherslusviði NORA. Sjá nánar á vef Byggðastofnunar
Lesa meira

Erlendir gestir í janúar 2009

Alls fóru 20 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 300 færri en í janúarmánuði  árinu áður. Erlendum gestum fækkar því um 1,5% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar verulega eða um 40%, voru 16 þúsund í janúar 2009 en 31 þúsund á árinu 2008. Ef litið er til  helstu landa má sjá nokkra fjölgun gesta frá Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. Bretar standa í stað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar lítillega eða um 6%, Frökkum um 12% og Pólverjum um 15%. Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkar um 13%.  Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir gesta frá landinu um Leifsstöð.   Erlendir gestir um Leifsstöð í janúar - eftir þjóðernum       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.130 2.386 256 12,0 Bretland 3.872 3.865 -7 -0,2 Danmörk 1.941 1.910 -31 -1,6 Finnland 288 316 28 9,7 Frakkland 1.040 914 -126 -12,1 Holland 573 559 -14 -2,4 Ítalía 291 266 -25 -8,6 Japan 768 971 203 26,4 Kanada 316 191 -125 -39,6 Noregur 1.660 1.431 -229 -13,8 Pólland 808 686 -122 -15,1 Spánn 166 221 55 33,1 Sviss 195 268 73 37,4 Svíþjóð 1.544 1.440 -104 -6,7 Þýskaland 1.162 1.482 320 27,5 Annað 3.535 3.079 -456 -12,9 Samtals 20.289 19.985 -304 -1,5 Ísland 31.003 18.566 -12.347 -40,1 Erlendir gestir um Leifsstöð í janúar - eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%) N-Ameríka 2.446 2.577 131 5,4 Bretland 3.872 3.865 -7 -0,2 Norðurlönd 5.433 5.097 -336 -6,2 Mið-/S-Evrópa 3.427 3.710 283 8,3 Annað 5.111 4.736 -375 -7,3 Samtals 20.289 19.985 -304 -1,5 Heildarniðurstöður úr talningu Ferðamálastofu má nálgast hér á vefnum undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna.
Lesa meira

Markaðsátak í Evrópu 2009

Ath. Umsóknarfrestur rann út 25. febrúar og úthlutun hefur farið fram.   Ferðamálastofa auglýsir eftir tillögum að samstarfsverkefnum til markaðssetningar íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu. Um er að ræða verkefni sem dreifast á þrjú meginmarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu: í Bretlandi, á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum. Heildarráðstöfunarfé Ferðamálastofu til samstarfsverkefnanna eru 70 milljónir króna, sem skiptast munu með eftirfarandi hætti: Til þriggja verkefna, eitt á hverju markaðssvæði, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 10 millj.kr. að hámarki. Til fjögurra verkefna, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 5 millj.kr. að hámarki. Til tíu verkefna, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 2 millj.kr. að hámarki. Eftirfarandi grunnforsendur verða lagðar til grundvallar mati á verkefnum: Um sé að ræða almenn markaðs- og kynningarverkefni, sem hvetji neytendur til Íslandsferða. Markmið  verkefnis skulu vera skýr og hnitmiðuð. Þeir markhópar sem verkefnið beinast að skulu skilgreindir með skýrum hætti. Fjárhagsáætlun sé skýr og fylgi með umsókn. Tímaáætlun liggi fyrir, en gert er ráð fyrir að fjármunir nýtist í síðasta lagi til markaðssetningar á hausti 2009. Lagt verði mat á það hverju verkefnið gæti  hugsanlega  skilað, m.a. með tilliti til útbreiðslu þeirra miðla sem um ræðir og markhópa sem verkefnið beinist að. Greint verði frá því með hvaða hætti árangur verði metinn að verkefni loknu, en kallað verður eftir slíku árangursmati. Um sé að ræða verkefni sem ekki hefur þegar verið gert ráð fyrir í markaðsáætlunum umsækjenda. UmsóknareyðublaðUmsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt að sækja hér á vefnum (sjá hér neðst á síðunni). Umsóknum má skila á íslensku eða ensku. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2009. Hvatt er til þess að aðilar sameinist um verkefnatillögur. Umsóknir verða metnar af úthlutunarnefnd á grundvelli ofangreindra atriða og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir 10. mars 2009. Ákvarðanir verða teknar á grundvelli ofangreindra forsendna og verður fyllsta jafnræðis gætt við mat á tillögum.  Framlag Ferðamálastofu getur aldrei numið hærra hlutfalli en 50%.  Ferðamálastofa hefur  umsjón með verkefninu og samningagerð við samstarfsaðilana. Sækja umsóknareyðublað - Íslenska (Excel-skjal) Sækja umsóknareyðublað - Enska (Excel-skjal) Auglýsing á ensku um markaðsátakið (PDF)
Lesa meira

Styrkir iðnaðarráðuneytis til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Ath. Umsóknarfrestur rann út 5. mars. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl.   Ákveðið hefur verið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006 ? 2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu og renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Móttökuaðstaða í höfnum fyrir farþega skemmtiferðaskipa: Varið verður 30 milljónum króna til upplýsingagjafar, fegrunar umhverfis, uppsetningar þjónustuhúss o.fl. Nýsköpun í ferðaþjónustu: Varið verður 70 milljónum króna til uppbyggingar á nýjum svæðum, þróunar á nýrri vöru eða þjónustu er styrkir viðkomandi svæði sem ferðamannastað. Við mat á umsóknum verður sérstaklega horft til  nýsköpunargildis þeirrar vöru eða þjónustu sem sótt er um til. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Leitað er eftir umsóknum frá klösum í ferðaþjónustu, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum. Hámarksstyrkur til einstaks verkefnis getur orðið allt að 20 milljónir króna. Verkefnin skulu að mestu unnin á árinu 2009 og verður fyrri helmingur styrksins greiddur við undirskrift samnings og seinni helmingur styrksins við verklok, enda liggi þá fyrir ítarleg skýrsla um framvindu verkefnisins sem sé í samræmi við umsókn. Umsóknareyðublöð og -fresturVönduðum umsóknum með trúverðugri kostnaðaráætlun skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast hér á  vefnum. Sækja eyðublað - Excel.(Vistið  eyðublaðið á eigin tölvu með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan og velja "Save") Umsóknir sendist til:Ferðamálastofa - Strandgötu 29 - 600 Akureyrieða á elias@icetourist.is fyrir 6. mars n.k. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.Áætlað er að úthlutun verði í apríl. Einnig er bent á verkefnið Starfsorka sem hefur það markmið að auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk í atvinnuleit. *Styrkir af byggðaáætlun eru eingöngu til verkefna á þeim stöðum sem eru á byggðakorti samkvæmt samþykktum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samkvæmt þeirri skilgreiningu má veita styrki til allra sveitafélaga á landinu nema Reykjavíkur, Kópavogsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar, Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Álftaness, Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps.
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki frá NATA - Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: MenntunDvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði ferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milliMenningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjartengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Leita má eftir stuðningi við verkefni, ferðir eða starfsemi sem fer fram fyrir árslok 2009. Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér neðar á síðunni. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til: NATA c/o FerðamálastofaLækjargata 3, 101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 20. febrúar 2009. -Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word) Auglýsing um styrki sem PDF til útprentunar
Lesa meira

Gistinóttum 2008 fjölgaði um rúm 2% milli ára

Gistinætur á hótelum fyrir árið 2008 voru 1.339.879 en voru 1.310.719 árið 2007. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Fjölgun gistinátta varð á Suðurlandi um 13% og á Austurlandi um 7% milli ára. Á öðrum landsvæðum voru gistinætur svipaðar eða drógust örlítið saman á milli ára. Gistinóttum Íslendinga árið 2008 fækkaði um rúm 2% frá árinu 2007 á meðan  gistinóttum útlendingar fjölgaði um tæp 4% á milli ára. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Styrkir frá Norræna nýsköpunarsjóðnum

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur hlotið tvo styrki frá Norræna nýsköpunarsjóðnum í samstarfi við kollega á Norðurlöndum. Annað verkefnið snýr að sagnamennsku og söguslóðum og hvernig ferðalangar upplifa áfangastaði í gegnum sögur en hitt að heilsutengdri ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Markmið fyrra verkefnisins er að þróa notendavæna tækni sem getur gagnast við samskipti sögumanna og sagnaslóða á Norðurlöndum. Þetta verkefni skoðar sérstaklega hvernig sagnamennska fer fram, hvernig hún er skipulögð og hvort að sérstakur samskiptavettvangur gæti gagnast sagnamennsku á Norðurlöndum, eflt samvinnu milli hagsmunaaðila og bætt upplifun ferðamanna. Íslenski hluti þessa verkefnis mun sérstaklega skoða framsetningu sagnahefða sem spratt uppúr verkefninu Destination Vikings Sagalands, sem styrkt var af NPP og lauk fyrir tveimur árum. Seinna verkefni um Norræna heilsutengda ferðaþjónustu snýst um að skoða innihald og framsetningu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Velferð er hugtak sem notast sem regnhlíf yfir heilsutengda ferðamennsku á Norðurlöndum, og er því litið á hana sem undirgrein velferðaþjónustu. Verkefnið snýr að því að skýra tengsl velferðar og heilsutengdrar ferðaþjónustu sem getur þá nýst ferðaþjónustu aðilum í markaðssetningu. Sérstök áhersla er á Norðurlönd og hvort norræn velferð geti nýst sérstaklega sem vídd í markaðssetningu þá gegnum upplifun ferðalanga af hugmyndinni.   Verkefnin eru til loka árs 2010
Lesa meira

Nýtt farfuglaheimili í miðbæ Reykjavíkur

Nýtt farfuglaheimili fyrir 70 gesti á fjórum hæðum við Vesturgötu 17 verður opnað í Reykjavík á næstu vikum. Rekstraraðilar eru þeir sömu og Farfuglaheimilisins í Laugardal. ?Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á herbergin og móttökuna. Við viljum skapa fallega umgjörð þar sem öllum getur liðið vel, bæði gestum og starfsfólki?, segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík. Gestum stendur til boða gisting í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum en einnig er hægt að deila rúmgóðum 10 manna herbergjum með öðrum gestum, fyrir lægra verð en áður hefur þekkst í miðbænum, að sögn Sigríðar. Flest herbergjanna eru með baði. ?Morgunverður er í boði fram eftir degi. Við bjóðum uppá ýmsa þjónustu úr móttökunni og hægt er að stóla á gott kaffi af kaffibarnum okkar allan daginn?, segir Sigríður. Þangað til húsið verður opnað er áhugasömum bennt á að hringja á skrifstofu Farfuglaheimilisins í Reykjavík: 553-8110 og senda tölvupóst með fyrirspurnum og bókunum á: reykjavikdowntown@hostel.is Á myndinni hér að ofan má útlit framhliðar hússins og einnig fylgir nýtt merki farfugla.  
Lesa meira

Mid-Atlantic hefst í dag

Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupstefnan er árlegur lykilviðburður í ferðaþjónustunni og haldin til að viðhalda og auka ferðamannastraum til Íslands. Fulltrúar á kaupstefnunni eru nú um 300 alls frá 12 löndum. Hér eru fulltrúar frá löndum sem hafa mikil ferðaþjónustutengsl við Ísland í Evrópu og Norður-Ameríku en einnig öðrum fjarlægari löndum. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga, skemmtigarða og margvíslegra annarra ferðaþjónustufyrirtækja og að auki taka þátt ferðamálaráð Norðurlandanna, ferðamálaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku og jafnframt koma sendiráð þessara landa á Íslandi að kaupstefnunni. ?Þessi kaupstefna er nú haldin á tíma þegar mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag er að aukast mjög, en jafnframt er ótryggt efnahagsástand í flestum viðskiptalöndum okkar. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að halda ótrauð áfram og grípa þau viðskiptatækifæri sem eru undirstaðan í ferðþjónustunni. Hér eru íslenskir aðilar að selja sína þjónustu, en einnig t.d.bandarísk fyrirtæki að kaupa ferðaþjónustu frá Norður-Evrópu sem þeir síðan selja neytendum vestra og öfugt. Ísland er miðpunkturinn í öllu þessu starfi, líkt og í leiðarkerfi okkar, en á kaupstefnunni eru kynningarfundir, sölusýningar, stuttar ferðir og þemakvöld,?segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Forseti borgarstjórnar setur Mid-Atlantic kaupstefnuna í Ráðhúsinu í kvöld, 5. febrúar, klukkan 19.00 Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Mid-Atlantic  
Lesa meira