Fréttir

Færri farþegar um Keflavíkurflugvöll í janúar

Rúmlega 84 þúsund þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er  tæplega 37% fækkun farþega á milli ára, það er miðað við janúar í fyrra. Farþegafjöldinn í janúar nú er álíka og fyrir þremur árum en þá voru þeir um 85 þúsund talsins í janúar. Farþegar á leið frá landinu voru 38.252 í janúar síðastliðnum, fækkaði um 26% á milli ára. Á leið til landsins voru 31.964 farþegar og fækkaði þeim um 38% miðað við janúar í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Jan.09. YTD Jan.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 38.252 38.252 51.764 51.764 -26,10% -26,10% Hingað: 31.964 31.964 51.568 51.568 -38,02% -38,02% Áfram: 7.287 7.287 2.548 2.548 185,99% 185,99% Skipti. 6.792 6.792 10.727 10.727 -36,68% -36,68%   84.295 84.295 116.607 116.607 -27,71% -27,71%
Lesa meira

Uppsveitabrosið 2008

Uppsveitabrosið var nýlega afhent í fimmta sinn. Að þessu sinni voru  það læknarnir í Laugarási, þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson, sem hlutu brosið fyrir frábæra læknisþjónustu til þeirra 500 þúsund ferðamanna, 5 þúsund sumarhúsaeiganda og 2600 íbúa sem búa á svæðinu eða sækja það heim árlega. Uppsveitabrosið er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem hafa lagt ferðaþjónustunni í uppsveitum Árnessýslu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt.  Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert. Í rökstuningi segir að þrátt fyrir að læknisþjónusta sé ekki almennt talin til ferðaþjónustu sé ljóst að tenging sé þar á milli og fleiri en íbúarnir leita til læknanna í Laugarási.  Þeir ferðamenn sem hafa vegna slysa eða veikinda þurft að leita til læknanna hafa verið undrandi og þakklátir. Það er ekki sjálfgefið að hafa svo gott aðgengi að læknissþjónustu hvort sem miðað er við aðra landshluta eða önnur lönd. Læknarnir  hljóta Uppsveitabrosið 2008 fyrir einstaka læknisþjónustu og góða samvinnu.Brosinu fylgja jafnan handgerðir hlutir úr heimabyggð og að þessu sinni var það handverkskonan Helga Magnúsdóttir,  í Bryðjuholti sem gerði gripina,  útskornar  íslenskar fornhetjur.  Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, afhenti brosið. 
Lesa meira

Tilkynning frá umhverfisfulltrúa vegna umsókna um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum

Umsóknarfrestur um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum rann út 31. janúar síðastliðinn. Mikill fjöldi umsókna hefur borist bæði rafrænt og með pósti og er það mjög ánægjulegt. Vegna fjölda umsókna hefur því miður ekki verið mögulegt að svara öllum umsóknum en markmiðið er að senda fjölpóst á alla umsækjendur í lok vikunnar með upplýsingum um næstu skref. Ef umsækjandi hefur ekki fengið slíkan póst mánudaginn 9. febrúar þá er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við umhverfisfulltrúa Ferðamálastofu, Svein Rúnar Traustason, í síma 464-9990 eða á sveinn@icetourist.is.  Með góðri kveðju,Sveinn Rúnar Traustason Umhverfisfulltrúi
Lesa meira

Stefnumótun hjá Ferðamálastofu og breytingar á skipulagi

Ferðamálastofa lauk nýverið fyrsta áfanga í stefnumótunarferli og um leið var kynnt til sögunnar nýtt skipurit. Samfara verða talsverðar breytingar á skipulagi starfseminnar, sérstaklega hvað varðar markaðsmál. Stefnumótunarferlið hófst í haust og var unnið í samvinnu við ParX viðskipatráðgjöf. Meginmarkmiðið var að marka stefnu stofnunarinnar með hliðsjón af nýjum kröfum um starfshætti innan stjórnsýslunnar, um aukna samvinnu og betri nýtingu fjármuna hjá hinu opinbera og um skýra framtíðarsýn fyrir hina margvíslegu þætti starfseminnar. Víðtækt hlutverkFerðamálastofa fer samkvæmt lögum með framkvæmd ferðamála og er í því sambandi ætlað víðtækt stuðnings- og þjónustuhlutverk. Framtíðarsýn stofunnar tekur mið af þessu; Ferðamálastofa stefnir að því að vera frumkvæðis- og samræmingaraðili opinberrar þjónustu við íslenska ferðaþjónustu og stefnumarkandi í markaðsstarfi fyrir greinina. Ennfremur felst í framtíðarsýninni að Ferðamálastofa stuðli að því að styrkja og viðhalda ímynd Íslands og að ferðaþjónustan verði virt og þekkt sem ein af helstu atvinnugreinum landsins. Starfsemi Ferðamálastofu snýst í miklu mæli um samstarf og samskipti við aðila innan ferðaþjónustunnar. Er sérstaklega tekið á þeim þætti og hlutverki Ferðamálastofu í samræmingu og heildarsýn opinberrar þjónustu við greinina. Þá er sett fram gildi sem verða starfsmönnum til leiðbeiningar í daglegum störfum og við ákvarðanatöku. Þau lýsa með hvaða hætti verkefni skuli leyst og hvaða meginreglur gilda í samstarfi við aðra. Gildi Ferðamálastofu eru Samvinna-Jákvæðni-Kappsemi. Nýtt stjórnskipulagTekið er upp nýtt stjórnskipulag út frá svokölluðu fléttuskipulagi þar sem stofnuninni er skipt í tvö fagsvið auk þjónustusviðs. Fagsviðin eru þróunar- og nýsköpunarsvið og markaðs- og samskiptasvið. (sjá mynd) Breytingar á markaðsmálumVíðtækustu breytingarnar verði á fyrirkomulagi markaðsmála, með það fyrir augum að nýta betur þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru fyrir markaðssetningu landsins. Í stað þess að reka sérstakar skrifstofur erlendis verður tekið upp aukið samstarf við aðra aðila sem vinna að kynningarmálum Íslands. Ferðamálastofa hefur á undanförnum mánuðum verið í samræðum við Útflutningsráð og utanríkisráðuneyti um markvissa samvinnu við framkvæmd verkefna á sviði markaðssetningar íslenskrar ferðaþjónustu. Sú vinna heldur áfram og standa vonir til samvinnan skili sér í miklum samlegðaráhrifum og styrkingu á framkvæmd verkefna, ekki síst þar sem Ferðamálastofa hefur hingað til ekki átt fulltrúa á vettvangi. Vinna að samhæfingu kynningarmála Íslands stendur nú yfir á vegum ráðuneyta. Ferðamálastofa hefur rekið skrifstofur í þremur löndum með 1 til 4 starfsmönnum á hverjum stað. Slíkur rekstur er afar kostnaðarsamur, ekki síst í ljósi þróunar á gengismálun undanfarið. Með breytingunni aukast möguleikar á því að nýta fjárveitingar til beinnar markaðssetningar og jafnframt verður þess vandlega gætt að hlúa að þeim fjölmörgu stoðverkefnum á sviði markaðssetningar sem Ferðamálastofa hefur sinnt. Eftir sem áður gefst kostur á góðum tengslum við aðila á þessum lykilmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu, bæði í gegnum sendiráðin og með þeim góðu flugsamgöngum sem eru við landið. Benda má á að á einum stærsta markaðinum, Bretlandsmarkaði, hefur ekki verið rekin sérstök skrifstofa heldur markaðsstarfinu stýrt af starfsmanni Ferðamálastofu í Reykjavík. Í samræmi við boðaða stefnuUmræddar aðgerðir eru í samræmi við þá stefnu sem m.a. kom fram hjá Össuri Skarphéðinssyni, ráðherra ferðamála, á ferðamálaþingi í haust og finna má í þeim skýrslum sem unnar voru á síðasta ári um þessi mál, bæði á vegum forsætisráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins.
Lesa meira

Ferðamálastjóri í heimsókn á Suðurnesjum

Í liðinni viku var Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri í heimsókn á Suðurnesjum í boði markaðsstofu Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Í ferðinni kynntu heimamenn þá fjölbreyttu möguleika í ferðaþjónustu sem svæðið býður uppá. Í Reykjanesbæ var m.a. skoðað svæðið við Víkingaheima og söfnin í Duushúsi. Þá var haldið að Bláa lóninu, Salfisksetrið í Grindavík skoðað og haldið að Gunnuhver þar sem framkvæmdir eru á döfinni. Farið var í Reykjanesvirkjun, brúin á milli heimsálfa skoðuð, sem og bæði Fræðasetrið í Sandgerði og Byggðasafnið í Garði. Heimsókninni lauk síðan í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ólöf sagði heimsóknina hafa verið bæði fróðlega og gagnlega. ?Mér fannst sannarlega vera kraftur í ferðaþjónustu á Suðurnesjum og margt á döfinni sem gaman var að fá kynningu á. Ekki síst er ljóst að Reykjanesið verður æ áhugaverðari áfangastaður íbúa á höfuðborgarsvæðinu og annarra Íslendinga fyrir fjölskyldufólk, sem getur þarna fundið mýmargt áhugavert að sjá og upplifa. Reyknesingar voru nýverið að stofna markaðsstofu og ég horfi með tilhlökkun til aukins samstarfs við hana, líkt og aðrar markaðsstofur landshlutanna,? segir Ólöf. Á myndinni er hún með Kristjáni Pálssyni, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurnesja og formanni Ferðamaálsamtaka Suðurnesja.
Lesa meira

Rannsókn á viðhorfi til Íslands

Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofa  hafa fengið ParX Viðskiptaráðgjöf IBM til að rannsaka  viðhorf meðal almennings til Íslands í þremur löndum:  Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku en  löndin eru meðal stærstu viðskiptamarkaða Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að byggja upp hagnýt viðmið sem nýtast við mat og uppbyggingu á ímynd landsins. Í því samhengi verður viðhorf almennings til lands og þjóðar metið sem og viðhorf til íslenskrar vöru, þjónustu og til landsins sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hefur ímyndin beðið hnekki?Mikil umræða hefur verið á síðustu mánuðum um að ímynd Íslands hafi beðið hnekki á alþjóðavettvangi í kjölfar bankahrunsins og hana þurfi að bæta. Ímynd er margslungið fyrirbæri en ein af birtingarmyndunum er upplifun almennings. Náttúra landsins hefur jafnan haft vinninginn þegar viðhorf til landsins hafa verið könnuð á erlendri grundu. Stöndum við núna frammi fyrir því, þegar landið er nefnt á nafn að gjaldþrot þjóðar sé það fyrsta sem kemur upp í hugann? Þessum spurningum og fleirum verður reynt að svara með rannsókninni. Niðurstaðna að vænta í aprílFáar viðhorfsrannsóknir hafa verið gerðar um Ísland en samstarfsverkefnið Iceland Naturally hefur þó staðið fyrir slíkum rannsóknum í Bandaríkjunum og Evrópu. Þá lét Ferðamálastofa gera viðhorfsrannsókn til Íslands og hvalveiða í fimm löndum árið 2007. Þessar rannsóknir verða notaðar til viðmiðunar og samanburðar. Niðurstaðna er að vænta í apríl. Í framhaldinu verður síðan horft til þess hvort fleiri rannsóknir verði framkvæmdar eða aðrir markhópar skoðaðir. Nánari upplýsingar veita:Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði Íslands, inga@utflutningsrad.is, sími 511 4000/824 4375 og Oddný Þóra Óladóttir, Ferðamálastofu oddny@icetourist.is, sími 535 5500.
Lesa meira

Starf forstöðumanns markaðs-og samskiptasviðs Ferðamálastofu

Ferðamálastofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs. Markaðs- og samskiptasvið annast allt kynningar og markaðsstarf Ferðamálastofu bæði innanlands og utan og heyrir forstöðumaður þess beint undir Ferðamálastjóra. Um er að ræða 100% stöðu og eru laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Meðal helstu verkefna Ábyrgð á starfsemi markaðs- og samskiptasviðs Stefnumótun á sviði markaðssetningar ferðaþjónustu Umsjón með gerð og eftirfylgni markaðsáætlunar Ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd markaðsáætlunar Samvinna við aðra aðila sem vinna að markaðssetningu íslenskrar vöru og þjónustu Samskipti við hagsmunaaðila innanlands og utan Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s á sviði ferðamála, viðskipta og markaðsfræða Framhaldsnám í markaðsfræðum æskilegt Reynsla af alþjóðlegu markaðsstarfi Þekking og reynsla af ferðaþjónustu og markaðssetningar hennar æskileg Reynsla á sviði stjórnunar, stefnumótunar og áætlanagerðar Þekking og starfsreynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta æskileg Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð Sveigjanleiki og áhugi á að takast á við ný viðfangsefni Mikil hæfni í mannlegum samskiptum Um er að ræða spennandi starf í þágu vaxandi atvinnugreinar. Ferðamálastofa hefur nýverið farið gegnum stefnumótunar- og endurskipulagningarferli og hyggst mæta nýjum viðfangsefnum með frumkvæði, fagmennsku og lipurð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri (olof@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2009 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til ferðamálastjóra (olof@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  
Lesa meira

Starfsorka - Vantar þig starfskraft við nýsköpun?

Fyrirtæki sem vilja byrja á nýsköpunarverkefnum eða auka við núverandi starfsemi í nýsköpun og þróun geta nú tekið þáttt í verkefninu starfsorku. Sjá meðfylgjandi kynningu.  
Lesa meira