Fara í efni

Nýtt farfuglaheimili í miðbæ Reykjavíkur

Nýtt farfuglaheimili
Nýtt farfuglaheimili

Nýtt farfuglaheimili fyrir 70 gesti á fjórum hæðum við Vesturgötu 17 verður opnað í Reykjavík á næstu vikum. Rekstraraðilar eru þeir sömu og Farfuglaheimilisins í Laugardal.

?Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á herbergin og móttökuna. Við viljum skapa fallega umgjörð þar sem öllum getur liðið vel, bæði gestum og starfsfólki?, segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík. Gestum stendur til boða gisting í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum en einnig er hægt að deila rúmgóðum 10 manna herbergjum með öðrum gestum, fyrir lægra verð en áður hefur þekkst í miðbænum, að sögn Sigríðar.

Flest herbergjanna eru með baði. ?Morgunverður er í boði fram eftir degi. Við bjóðum uppá ýmsa þjónustu úr móttökunni og hægt er að stóla á gott kaffi af kaffibarnum okkar allan daginn?, segir Sigríður.

Þangað til húsið verður opnað er áhugasömum bennt á að hringja á skrifstofu Farfuglaheimilisins í Reykjavík: 553-8110 og senda tölvupóst með fyrirspurnum og bókunum á: reykjavikdowntown@hostel.is

Á myndinni hér að ofan má útlit framhliðar hússins og einnig fylgir nýtt merki farfugla.