Fara í efni

Styrkir frá Norræna nýsköpunarsjóðnum

SolarlagAkureyri
SolarlagAkureyri

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur hlotið tvo styrki frá Norræna nýsköpunarsjóðnum í samstarfi við kollega á Norðurlöndum. Annað verkefnið snýr að sagnamennsku og söguslóðum og hvernig ferðalangar upplifa áfangastaði í gegnum sögur en hitt að heilsutengdri ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Markmið fyrra verkefnisins er að þróa notendavæna tækni sem getur gagnast við samskipti sögumanna og sagnaslóða á Norðurlöndum. Þetta verkefni skoðar sérstaklega hvernig sagnamennska fer fram, hvernig hún er skipulögð og hvort að sérstakur samskiptavettvangur gæti gagnast sagnamennsku á Norðurlöndum, eflt samvinnu milli hagsmunaaðila og bætt upplifun ferðamanna. Íslenski hluti þessa verkefnis mun sérstaklega skoða framsetningu sagnahefða sem spratt uppúr verkefninu Destination Vikings Sagalands, sem styrkt var af NPP og lauk fyrir tveimur árum.

Seinna verkefni um Norræna heilsutengda ferðaþjónustu snýst um að skoða innihald og framsetningu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Velferð er hugtak sem notast sem regnhlíf yfir heilsutengda ferðamennsku á Norðurlöndum, og er því litið á hana sem undirgrein velferðaþjónustu. Verkefnið snýr að því að skýra tengsl velferðar og heilsutengdrar ferðaþjónustu sem getur þá nýst ferðaþjónustu aðilum í markaðssetningu. Sérstök áhersla er á Norðurlönd og hvort norræn velferð geti nýst sérstaklega sem vídd í markaðssetningu þá gegnum upplifun ferðalanga af hugmyndinni.
 

Verkefnin eru til loka árs 2010