Fara í efni

Gistinóttum 2008 fjölgaði um rúm 2% milli ára

Gisting 2008
Gisting 2008

Gistinætur á hótelum fyrir árið 2008 voru 1.339.879 en voru 1.310.719 árið 2007. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.

Fjölgun gistinátta varð á Suðurlandi um 13% og á Austurlandi um 7% milli ára. Á öðrum landsvæðum voru gistinætur svipaðar eða drógust örlítið saman á milli ára.

Gistinóttum Íslendinga árið 2008 fækkaði um rúm 2% frá árinu 2007 á meðan  gistinóttum útlendingar fjölgaði um tæp 4% á milli ára. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Nánar á vef Hagstofunnar