Fara í efni

Tilkynning frá umhverfisfulltrúa vegna umsókna um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum

Arnarstapi
Arnarstapi

Umsóknarfrestur um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum rann út 31. janúar síðastliðinn. Mikill fjöldi umsókna hefur borist bæði rafrænt og með pósti og er það mjög ánægjulegt.

Vegna fjölda umsókna hefur því miður ekki verið mögulegt að svara öllum umsóknum en markmiðið er að senda fjölpóst á alla umsækjendur í lok vikunnar með upplýsingum um næstu skref. Ef umsækjandi hefur ekki fengið slíkan póst mánudaginn 9. febrúar þá er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við umhverfisfulltrúa Ferðamálastofu, Svein Rúnar Traustason, í síma 464-9990 eða á sveinn@icetourist.is

Með góðri kveðju,
Sveinn Rúnar Traustason
Umhverfisfulltrúi