Fara í efni

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

Menningarstyrkir eyþing 08
Menningarstyrkir eyþing 08

Fyrir helgi úthlutaði Menningarráð Eyþings styrkjum samkvæmt menningarsamningi Eyþings, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Var þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna.

Hæsti styrkur ráðsins féll í skaut tónlistarhátíðarinnar Akureyri International Music Festival (AIM). Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning.

Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs ávörpuðu samkomuna og flutt voru dans- og tónlistaratriði af styrkþegum. Mynd af styrkþegum er hér að neðan en lista yfir þá má sjá á heimasíðu Menningarráðs Eyþings. Mynd: KK/Vikudagur.