Málþing um matartengda ferðaþjónustu

Málþing um matartengda ferðaþjónustu
Kokkur

Málþing um matartengda ferðaþjónustu verður haldið í Edinborgarhúsinu Ísafirði laugadaginn 19. apríl næstkomandi og stendur frá kl. 10.30 ? 15.00.

Tilgangur málþingsins er að leita leiða til að þróa matartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum og hvetja heimamenn til að velja staðbundið hráefni. Fengnir verða fyrirlesarar sem eru í fremstu röð á þessu sviði, m.a. frá verkefnunum ?Matarkistan Skagafjörður? og ?Beint frá býli?. Einnig munu matarhönnuður og næringarfræðingur halda erindi, rætt verður um vestfirskar sælkeraslóðir og vöruþróun úr staðbundnu hráefni, auk þess sem heimamenn segja frá sínu starfi á þessu sviði.

Málþingið er ætlað öllum sem áhuga hafa á þessu málefni og eru aðilar í ferðaþjónustu, allt áhugafólk um vestfiskar matarhefðir, bændur, matvælaframleiðendur, veitingafólk, sultugerðarfólk, bakarar og allir aðrir áhugasamir hvattir til að taka þátt.

Skilgreina má matartengda ferðaþjónustu sem hluta af menningartengdri ferðaþjónustu, því mikilvægur hluti hennar er að bera á borð fyrir ferðamanninn matarmenningu svæða og með því upplifir ferðamaðurinn menningu svæðisins í gegnum matarmenningu og matargerðarlist.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ásgerði Þorleifsdóttur (asgerdur@atvest.is), sími 450-3053 og á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða www.atvest.is


Athugasemdir