Fara í efni

Scandinavian Workshop í London 16.-17. júní

wtm 2007
wtm 2007

Danmörk, Finland, Ísland og Svíþjóð standa fyrir 2ja daga  ?workshop? í  The HAC (the Honourable Artillery Company) í London í júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir 63 seljendum, þar af 10 frá Íslandi.

Ferðamálastofa sér um undirbúning og skipulagningu fyrir Íslands hönd. Þessa dagana er verið að senda út boð til kaupenda og er markmiðið  120-150 kaupendur.

Fyrstur kemur, fyrstur fær
Skráningarkerfið er því miður ekki tilbúið en það er nauðsynlegt að kanna áhuga og forskrá þá sem vilja vera með. Vinsamlegast sendið tölvupóst á sigrun@icetourist.is ?  ?fyrstur kemur, fyrstur fær?

Verð:  1.300 pund fyrir  fyrirtæki og 1 starfsmann,
+300 pund fyrir aukamanneskju.

Þann 16. júní milli kl. 18-22:30 verðum við með  móttöku  fyrir seljendur og kaupendur og fleiri gesti  í   Barbican Center.

Myndin er tekin á World Travel Market í London í nóvember sl.