Vefur um slysavarnir fyrir erlenda ferðamenn

Vefur um slysavarnir fyrir erlenda ferðamenn
Vatnajokull

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sett upp vefinn www.safetravel.is en hann er hugsaður fyrir erlenda ferðamenn. Vefurinn er á sex tungumálum ensku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku og íslensku. Á vefnum er farið yfir ferðamennsku á breiðum grunni hér á landi en fjallað er um akstur, veður, gönguferðir, hjólreiðar, hestaferðir, fjarskipti, köfun, siglingar, skyndihjálp, hverasvæði, klifur, íslenska náttúru og neyðar- og björgunarmál.

Í frétt frá Landsbjörgu kemur fram að á hverju ári hafi því miður verið nokkuð um alvarleg slys og dauðsföll meðal erlendra ferðamanna. Félagið hefur undanfarin ár beitt sér í slysavörnum ferðamanna, m.a. með því að staðsetja björgunarsveitir á hálendinu yfir sumartímann til að leiðbeina og aðstoða ferðafólk. ?Það er okkar allra hagur að þeir sem ferðast um landið eigi góðar stundir og komi heilir heim. Landið er fagurt en óútreiknanlegt og um það þarf að upplýsa ferðamenn,? segir í fréttinni. Jafnframt segir að það væri mikill styrkur í baráttu Landsbjargar í því að koma í veg fyrir slysin að sem flestir aðilar sem tengjast ferðum erelndra ferðamanan setji slóðina www.safetravel.is inn á heimasíðu sína.Athugasemdir