Fréttir

Scandinavian Workshop í London 16.-17. júní

Danmörk, Finland, Ísland og Svíþjóð standa fyrir 2ja daga  ?workshop? í  The HAC (the Honourable Artillery Company) í London í júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir 63 seljendum, þar af 10 frá Íslandi. Ferðamálastofa sér um undirbúning og skipulagningu fyrir Íslands hönd. Þessa dagana er verið að senda út boð til kaupenda og er markmiðið  120-150 kaupendur. Fyrstur kemur, fyrstur færSkráningarkerfið er því miður ekki tilbúið en það er nauðsynlegt að kanna áhuga og forskrá þá sem vilja vera með. Vinsamlegast sendið tölvupóst á sigrun@icetourist.is ?  ?fyrstur kemur, fyrstur fær? Verð:  1.300 pund fyrir  fyrirtæki og 1 starfsmann, +300 pund fyrir aukamanneskju. Þann 16. júní milli kl. 18-22:30 verðum við með  móttöku  fyrir seljendur og kaupendur og fleiri gesti  í   Barbican Center. Myndin er tekin á World Travel Market í London í nóvember sl.
Lesa meira

Samstarf til sóknar á Blönduósi

Menningarráð Norðurlands vestra og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum gengust fyrir ráðstefnu um menningartengda ferðaþjónustu síðastliðinn laugardag. Hún var haldinn á Blönduósi og þótti takast vel. Samstarf til sóknar var slagorð ráðstefnunnar, sagði Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi Norðurlands vestra, í setningarræðu sinni. Markmið ráðstefnunnar væri að hvetja til aukins samstarfs og samvinnu þeirra aðila sem sinna menningar- og ferðamálum á svæðinu. Tilgangurinn væri að styrkja báða þættina og þar með atvinnulíf á Norðurlandi vestra. Ávarp ferðamálastjóraFerðamálastjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir, flutti því næst ávarp. Hún ræddi m.a. skilgreiningar á því hvað væri menningartengd ferðaþjónusta.  Þar ætti sér stað vöruþróun sem bæði væri ætlað að svara eftirspurn en einnig í sumum tilfellum ætlað að búa til nýja kosti og hafa þannig áhrif á dvalarlengd eða endanlega ferðatilhögun. Einnig varpaði hún fram spurningunni hvort menning væri yfirleitt allt það sem við gerðum eða hvort hægt væri að þrengja hugtakið. (Lesa ávarp Ólafar Ýrr - PDF)Með Ólöfu á myndinni er Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, sem var ráðstefnustjóri.   Menningin og viðHrafnhildur Víglundsdóttir fullyrti að erlendir ferðamenn vilji ekkert endilega sjá hið lokaða rými skipulagðrar menningar heldur miklu frekar kynnast hinu daglega lífi Íslendingsins, fræðast um fólkið og lífsbaráttuna, hvert  þjónustan er sótt, hvað við borðum hversdagslega og til dæmis hvað við gerum þegar eldfjöll gjósi. Í þessu sambandi benti Hrafnhildur einnig á mikilvægi svæðisbundinna  leiðsögumanna sem gætu skipt sköpun í upplifun ferðamannsins.   Leiksviðið?Móttaka ferðamanna er eins og leiksvið,? sagði Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Á því verður ímyndin til, upplifunin og þar fer fram ?matreiðsla? menningarinnar. Guðrún sagði að þetta væri eins og samspil persóna og leikenda á leiksviði og áhorfenda úti í sal. Mjög mikilvægt er að markaðssetningin sé markviss, markhópurinn þurfi að vera þekktur og leikskráin þarf að höfða til gestanna. Til að leiksýningin næði tilætluðum árangri þarf að hafa í huga stjörnurnar fjórar en þær eru; gæði, upplifun, fagmennska og samstarf. Allt þetta þurfi að vera til staðar svo að leiksýningin virki. ÆvintýriðUppbygging Landnámssetursins í Borgarnesi hefur verið sem ævintýri líkust og það staðfesti Kjartan Ragnarsson framkvæmdastjóri í erindi sínu. Hann rakti uppbygginguna allt frá rissi sem gert var við eldhúsborðið heima hjá honum fram til dagsins í dag. Með samvinnu og samstarfi fjölda aðila hefði verkefnið tekist, þ.e. að koma upp skilmerkilegri sýningu á sögu landnámsins. Hins vegar hefðu leiksýningarnar verið gulrótin, dregið að gífurlegan fjölda fólks sem jafnframt hefði getað notið landnámssýningarinnar og veitingahússins. Kjartan vék líka máli sínu að samstarfi ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi sem hefði tekist sérlega vel og skilað góðum árangri. Þar hefðu menn lært að vera í samstarfi en þó í samkeppni. SaganRögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, ræddi um undirbúning og stofnun samtakanna en þau voru stofnuð á Þingeyrum í Húnavatnssýslu í maí 2006. Í samtökunum eru 60 aðilar sem hittast reglulega og bera saman bækur sínar. Markmið samtakanna væri að auka samvinnu í kynningarmálum, gæðamálum og stuðla að aukinni fagmennsku. Starf samtakanna miðast við tímabilið frá landnámi og til ársins 1550. Að lokum nutu ráðstefnugestir veitinga í boði Blönduóssbæjar. Ráðstefnustjóri var Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Myndir með fréttinni tók Pétur Jónsson.
Lesa meira

Átján og hálf milljón í menningarstyrki

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði styrkjum til menningarverkefna við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi síðastliðinn laugardag. Menningarráðinu bárust alls 78 umsóknir en 55 aðilar fengu styrk að upphæð 18,5 milljónir króna. Hæstu styrkirnir námu einni milljón króna. Ávörp fluttu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri (ávarp Ólfar PDF), Guðrún Helgadóttir, formaður Menningarráðs, og Gunnar Sandholt, fulltrúi Karlakórsins Heimis. Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Skagafjarðar sáu um tónlistarflutning. Hér að neðan er mynd af styrkþegum en hana tók Pétur Jónsson. Listi yfir styrkþega (PDF)  
Lesa meira

Á ferð um Ísland komin út

Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er nú komin út átjánda árið í röð. Útgáfufélagið Heimur gefur bókina út sem fyrr og er hún á þremur tungumálum, eða íslensku, ensku og þýsku. Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 33 ár en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 11. sinn. Bókin hefur aldrei verið stærri eða 240 blaðsíður. Ritunum er dreift í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins, eða alls um fimm hundruð staði. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis.  Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka. Bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world
Lesa meira

Skýrsla nefndar um ímynd Íslands

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um ímynd Íslands í nóvember 2007 skilaði skýrslu sinni í gær. Verkefni nefndarinnar var að gera úttekt á skipan ímyndarmála Íslands í dag, móta stefnu Íslands í þessum málaflokki og leggja fram tillögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands. Helstu niðurstöðurHelstu niðurstöður nefndarinnar er þær að ímynd Íslands er almennt jákvæð en veikburða og smá erlendis og byggir fyrst og fremst á upplifun af náttúru en ekki af þjóð, menningu eða atvinnustarfsemi. Nefndin leggur því til að ímyndaruppbygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka ímynd ekki bara af náttúru landsins heldur einnig af fólki, atvinnulífi og menningu. Viðamikil könnun á skoðunum Íslendinga leiddi í ljós að Íslendingar af báðum kynjum, á öllum aldri og úr ólíkum starfsstéttum voru almennt sammála um að kraftur og frelsi einkenndu jafnt fólk, atvinnulíf, menningu sem og náttúru landsins. Auk þess var það almennt mat að friður og öryggi væru verðmæt einkenni á íslensku samfélagi. Nefndin leggur því til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður og að náttúrulegur kraftur sé sérkenni Íslands enda telja Íslendingar sig almennt vera duglega, bjartsýna og áræðna og að náttúrulegur kraftur og frumkvæði einkenni atvinnulíf og menningu landsins. Nefndin bendir á að núverandi fyrirkomulag ímyndarmála sé óskýrt og óskilvirkt enda komi mjög margir aðilar að þessum málum án þess að hafa um þau samstarf. Því leggur nefndin til að núverandi fyrirkomulag verði endurskipulagt og einfaldað og að komið verði á fót vettvangi, Promote Iceland, sem setji skýran ramma utan um ímyndar- og kynningarmál Íslands. Þar komi til samstarfs við hið opinbera aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi, menningarlífi og þekkingariðnaði. Með þessu móti yrði miklu auðveldara að móta og styrkja ímynd sem byggðist á samhæfðum skilaboðum og sameiginlegu merki og tengdi saman kynningarþáttinn í starfsemi stofnana eins og t.d. Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu, Ferðamálastofu og utanríkisþjónustunnar. Vettvangnum yrði ætlað að safna og halda utan um ýmis konar upplýsingar um Ísland sem m.a. þessir aðilar gætu sótt í. Skoða skýrsluna - (PDF 4 MB)
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur  um gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum og sýna þær 17% fjölgun á milli ára. Gistinætur voru 77.000 í febrúar nú samanborið við 65.600 í sama mánuði árið 2007. Fjölgunin mest á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höfuðborgarsvæðinu, úr 47.600 í 61.000 eða um 28%. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði í janúar um rúm 6% á milli ára, úr 3.300 í 3.500. Á öðrum landssvæðum varð fækkun gistinátta í febrúar. Mest varð fækkunin á Suðurlandi um 22% og fækkaði gistinóttum úr 7.200 í 5.700 milli ára. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum í febrúar um 21% á milli ára, eða úr 1.900 í 1.500. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða nam fækkun gistinátta  tæpum 5% milli ára, úr 5.400 í 5.200. Fjölgun gistinátta á hótelum í febrúar má aðallega rekja til Íslendinga, gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 25%  en gistinóttum útlendinga fjölgaði um rúm 14% milli ára. Srm fyrr vekur Hagstofan athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Nýr formaður SAF

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var kosinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag. Jón Karl Ólafsson, sem hafði gegnt formennsku síðastliðin 5 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Árni hefur starfað í ferðaþjónustu í fjölmörg ár og var á síðasta ári formaður flugnefndar SAF. Ferðamálastofa býður nýjan formann SAF velkomin og þakkar Jóni Karli fyrir samstarfið. Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn á Radissson SAS Hótel Sögu. Á dagskrá var meðal annars ávarp ráðherra ferðamála, Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Aðalumræðuefni fundarins voru annars íslenska krónan, ímynd Íslands og gæðamál. Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri kynnti þar nýja gæðakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Ferðamálastofa lét gera og sagt hefur verið hjá hérá vefnum. Tengill á könnunina er hér hægra megin á síðunni. Ályktanir og annað efni frá aðalfundinum má annars nálgast á heimasíðu SAF. Á myndinni eru þeir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Gunnarsson, nýr formaður SAF.
Lesa meira

Sjötíu og sjö styrkir veittir vegna mótvægisaðgerða á sviði ferðaþjónustu

Á vef iðnaðarráðuneytisins kemur fram að gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009. Styrkirnir voru auglýstir í janúar sl. og voru 160 milljónir króna til úthlutunar. Umsóknarfrestur rann út 5. febrúar og bárust alls 303 umsóknir. Alls hlutu 77 verkefni styrk. Hæstu styrkina hlutu Sögugarður í Grundarfirði og Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri, sex milljónir hvort verkefni. Við mat á umsóknum var m.a. tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi. Listi yfir styrkþega á vef iðnaðarráðuneytisins Dreifing styrkja eftir landsvæðum
Lesa meira

Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu

Samstarf til sóknar er yfirskrift ráðstefnu um menningartengda ferðaþjónustu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Þar verða flutt ýmis áhugaverð erindi um málefnið. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:30. Prentvæn útgáfa af dagskrá (PDF) Dagskrá: Ávarp:   Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Erindi:    ?Sviðsetning menningartengdrar ferðaþjónustu?   Guðrún Þ. Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Hólaskóla ?Menningin og við?   Hrafnhildur Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands ?Landnámssetrið í samstarfi?   Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landnámsseturs ?Samtök um sögutengda ferðaþjónustu - SSF; árangur og framtíðarsýn?   Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi og formaður SSF Ráðstefnustjóri:  Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi Sími: 452-2901 / 892-3080Netfang: menning@ssnv.is
Lesa meira

Aðalfundur SAF haldinn í dag

Aðalfundur SAF 2008 er haldinn í dag þ. 3. apríl Fundurinn er haldinn á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík að þessu sinni. Að morgni dags munu faghópar halda fundi sína en sameiginlegur fundur hefst að loknu hádegishléi. Fjallað verður m.a. um ímynd Íslands og krónuna og ennfremur verður sagt frá niðurstöðum nýrrar gæðakönnunar Ferðamálastofu sem unnin var af Capacent. Þá verða afhent verðlaun Ferðamálaseturs til háskólanema. Að umræðum loknum hefjast almenn aðalfundarstörf. Dagskrá aðalfundar
Lesa meira