Fara í efni

Leiðsögunám á háskólastigi

Leiðsögunám
Leiðsögunám

Leiðsögunám á háskólastigi er ný námsbraut hjá Endurmenntun HÍ hefst haustið 2008. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á þremur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi.

Í lok náms fá þeir nemendur sem lokið hafa öllum námskeiðum skírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu í náminu.

  • 3 ja missera nám, 60 ECTS einingar á háskólastigi
  • Staðnám eða fjarnám
  • Lotubundið nám - hverju námskeiði lýkur með prófi áður en hið næsta hefst

Fyrir hverja?
Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn.
Inntökuskilyrði í námið eru:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Gott vald á íslensku.
  • Fullt vald á því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn.
  • Standast þarf inntökupróf í tungumálinu.

Endurmenntun HÍ áskilur sér þann rétt að bjóða upp á takmarkaðan fjölda tungumála í leiðsögunáminu hverju sinni. Sú ákvörðun tekur mið af fjölda umsækjenda með hvert tungumál. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða umsækjendur boðaðir í inntökupróf. Jafnframt verða birtar upplýsingar um þau tungumál sem verða kennd á www.endurmenntun.is  

Umsóknir eru metnar af fagráði.

Fjarnám:
Námið er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi. Fjarnámið fer fram netinu. Þátttaka er því hvorki háð búsetu né fjarfundabúnaði heldur getur hver og einn stundað námið frá nettengdri PC-tölvu. Upplýsingar um staðbundnar lotur verða gefnar síðar. Þeir sem hafa hug á að stunda fjarnám eru beðnir um að taka það sérstaklega fram í umsókn

Kennslutilhögun:
Kennslu er þannig háttað að kennt er eitt námskeið í einu sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á þriðjudögum  og fimmtudögum frá kl. 16:10 ? 19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri.

Á þriðja misseri verða æfingaferðir farnar á laugardögum og farin verður sex daga hringferð um landið. Kostnaður vegna ferða er ekki innifalinn í verði námsins og verður innheimtur sérstaklega á þriðja misseri. Lögð verður áhersla á að halda ferðakostnaði í lágmarki.

Öll kennsla fer fram á íslensku að undanskildum talþjálfunartímum.  

Kennsla hefst í byrjun september 2008 og náminu lýkur í nóvember 2009.

Nánari upplýsingar um Leiðsögunám á háskólastigi hér

Umsóknarfrestur í Leiðsögunám á háskólastigi er til 5. maí .