Styrkir til nýsköpunar í ferðaþjónustu - kynningarfundur

Styrkir til nýsköpunar í ferðaþjónustu - kynningarfundur
NIC

ATH:
Kynningarfundur um neðangreint efni verður haldinn 7. maí næstkomandi, kl. 10:45 í "Smiðjunni" fundarherbergi á 3. hæð í Arnarhváli í Reykjavík.

Ferðaþjónusta á Norðurlöndum á mikla möguleika á frekari nýsköpun og þróun.  Norræna Nýsköpunar Miðstöðin (NIC) kynnir nú nýja áherslu í styrkveitingum: "Innovation in the Nordic Tourism Sector - New Products and Services".  NIC býður minni og meðal stórum fyrirtækjum og öðrum sem tengjast ferðaþjónustu að sækja um styrk til samstarfsverkefna á sviði nýsköpunar í ferðaþjónustu.  Umsóknir skulu aðallega beinast að þróunarverkefnum á sviði nýsköpunar, þjónustu og verkefna sem miða að því að styrkja norræna ferðaþjónustu. 

Tilgangurinn með þessum styrkveitingum er að efla nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu.  NIC býður aðilum frá vestur Atlantshafssvæðinu, Norðurlöndum og Eystrasaltinu að taka þátt.

Aðilar í iðnaði, nýsköpunarmiðstöðvar, lands- og svæðasamtök, markaðs- og rannsóknarskrifstofur og önnur tengd samtök geta einnig sent inn umsóknir.

Megin markmiðið með þessum styrkveitingum er að ýta undir nýsköpun í vöruþróun, þjónustu og útflutningi og markaðssetningu sem og sjálfbæra ferðaþjónustu.

Heildarupphæðin sem til úthlutunar er nemur 12 milljónum norskra króna.

Stuttri verkefnalýsingu (fyrsta skref) skal skila inn eigi síðar en 6. júní 2008.

Sjá:
http://www.nordicinnovation.net/focus.cfm?id=1-4416-15 

http://www.nordicinnovation.net/prosjekt.cfm?Id=1-4415-282 

 

 


Athugasemdir