Fréttir

Norðursigling hlaut nýsköpunarverðlaun SAF

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í fjórða sinn síðastliðinn föstudag. Þau komu að þessu sinni í hlut hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Í frétt á vef SAF kemur fram að þrennt hafi einkum legið til grundvallar ákvörðunar dómnefndar: ? Norðursigling, sem nú hefur starfað í 13 sumur, hefur frá upphafi staðið fyrir samfelldri nýsköpun og vöruþróun í þeirri viðleitni fyrirtækisins að gera hvalaskoðun að eftirsóknarverðri afþreyingu á Íslandi.  Stefna fyrirtækisins er mörkuð hugsjón og virðingu fyrir sögu strandmenningar á landinu, eins og uppbygging skipakosts fyrirtækisins og aðstöðu við höfnina á Húsavík ber með sér, sem og aðkoma að Húsavíkurhátíð. ? Norðursigling hefur sýnt og sannað að með réttri hugmynd, markaðri stefnu og elju við útfærslu hennar má skapa ákveðnum stað á landsbyggðinni slíka ímynd og nafn meðal ferðamanna, að nauðsynlegt þyki að sækja hann heim. ? Samfélagsleg áhrif Norðursiglingar eru veruleg og með starfsemi sinni hefur fyrirtækið stuðlað að uppbyggingu sterks og arðbærs ferðaþjónustukjarna á Húsavík, sem fjöldi fólks hefur atvinnu af. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs SAF er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Stjórn sjóðsins skipa: Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs, og Jón Baldur Þorbjörnsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Ísafold. Saga Norðursiglingar nær aftur til 1994 þegar bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir keyptu 20 tonna eikarbát, Knörrinn, og komu með til Húsavíkur. Upprunalegi tilgangurinn var sá að bjarga skipinu frá eyðileggingu en því var síðan fundið nýtt hlutverk við náttúru og hvalaskoðum, sem sló svo sannarlega í gegn. Norðursiglingu hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar, meðal annars umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 1996. Mynd: Kristján Möller samgönguráðherra afhendir Herði Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Norðursiglingar, nýsköpunarverðlaun SAF 2007.
Lesa meira

Magnús Oddsson ferðamálastjóri lætur af embætti í lok ársins

?Ég hafði eðlilega velt því fyrir mér hvenær væri rétti tíminn til að ljúka þessum áfanga. Núna fer það saman að mínu þriðja skipunartímabili lýkur í árslok og ég er að nálgast svokallaða 95 ára reglu ríkisstarfsmanna. Loks er stofnunin og embættið að færast til í stjórnkerfinu. Þegar ég fór yfir málið og þetta þrennt fór saman á svipuðum tíma þá tók ég þá ákvörðun að þetta væri ágætis tímapunktur til að sækja ekki um starfið að nýju nú þegar það er laust um áramót, þetta væri orðið gott,? segir Magnús. ?Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími að taka þátt í þróun og uppbyggingu atvinnugreinarinnar í þessi tæp 18 ár sem ég hef verið í stofnuninni. Ég skil við stofnun sem er með fjölda sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum ferðaþjónustunnar og vinnur mikið og gott starf fyrir þá sem þeir eiga að þjóna. Þetta starfsfólk hefur verið að fá fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, sem sýnir að verk þeirra eru metin að verðleikum? bætir hann við. Magnús Oddsson hefur unnið í ferðaþjónustu í rúm 33 ár. Byrjaði þann feril hjá ferðaskrifstofu 1974, vann í flugrekstri í 10 ár og hefur undanfarin tæp 18 ár unnið að ferðamálum á opinberum vettvangi og verið ferðamálastjóri frá árinu 1993. Magnús hefur setið í miklum fjölda innlendra og erlendra stjórna, ráða og nefnda tengdum ferðaþjónustu undanfarna áratugi. M.a var hann formaður og stýrði vinnu við gerð fyrstu opinberu stefnumótunar í ferðamálum, sem gilti 1996-2005, einnig við gerð ferðamálaáætlunar 2006-2015 og endurskoðun hennar á þessu ári. Þá hefur hann verið formaður í Ferðamálaráði Norðurlanda, Ferðamálaráði Vestur Norðurlanda og Scandinavian Tourism Incooperation, svo og setið í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu. Magnús sat lengi í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands og var þar formaður auk setu í Náttúruverndarráði svo nokkur atriði séu nefnd.
Lesa meira

Þrjú ný græn farfuglaheimili

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir Guðnýju Óskarsdóttur og Hannesi Jónssyni frá Farfuglaheimilinu Hvoli viðurkenningarskjal sitt. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum. Á Getgjafamóti Farfugla sem haldið var á Laugarvatni um síðustu helgi fengu 3 ný Farfuglaheimili heimild til að kalla sig Græn. Þetta eru farfuglaheimilin á Kópaskeri, Ósum á Vatnsnesi og að Hvoli í Skaftárhreppi. Nú eru grænu heimilin hér á landi samtals 10 því fyrir eru farfuglaheimilin í Reykjavík, Grundarfirði, Ytra Lóni, Húsey, Seyðisfirði, Berunesi og á Laugarvatni. Við óskum nýju heimilunum innilega til hamingju með viðurkenninguna og vonumst til að hún verði öðrum heimilum hvatning til góðra verka í þessum mikilvæga málaflokki, segir í frétt frá Farfuglum. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir Benedikt Björgvinssyni frá Farfuglaheimilinu Kópaskeri viðurkenningarskal sitt. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir KnútiÓskarssyni frá Farfuglaheimilinu Ósum viðurkenningarskjal sitt.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Flúðum 15.-16. nóvember næstkomandi.  Á dagskránni eru áhugaverð erindi um mál sem að brenna á ferðaþjónustunni í dag.  Fundarstjöri verður Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.  Fundinum lýkur með kvöldverði og kvöldvöku á Hótel Flúðum þar sem Ísólfur Gylfi Pálmason verður veislustjóri.  Daginn eftir bjóða síðan ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á kynnisferð.  Dagskrá fundarins:Fimmtudagur 15. nóvember.Kl.: 12:30  Hótel Flúðir - Afhending fundargagnaKl.: 13:00  Setning aðalfundar - Pétur Rafnsson, formaður Kl.: 13:10  Ávarp: Kristján Möller, samgönguráðherraKl.: 13:20  Ávarp: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kl.: 13:30  Skipað í fastanefndir aðalfundar:                  Kjörnefnd-Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd Kl.: 13:35  Erindi 1: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum ?Skipulag                 Stefán Stefánsson, formaður FSA Kl.:  13:45  Erindi 2: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum -                   Fjármögnun - Pétur Rafnsson, formaður FSÍ Kl.: 13:50  Erindi: Þróun menntunar og öryggismála í afþreyingarferðaþjónustu -                 Dr. Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum Kl.: 14:05  Umræður og fyrirspurnir Kl.: 14:30  Kaffihlé Kl.: 15:00  Aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ Kl.: 17:00  Fundarlok Kl.: 18:00  Móttaka Kl.: 19:00  Kvöldverður og kvöldvaka                 Veislustjóri Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri   Föstudagur 16. nóvember. Kl.: 10:00-12:00   Kynnisferð ? Ferðaþjónusta á svæðinu Kl.: 13:00             Rútuferð til Reykjavíkur Fundarstjóri: Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangá Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is Bókun herbergja á Hótel Flúðum er á heimasíðu hótelsins, fludir@icehotels.is eða í síma 486-6630. Bókun flugs til Reykjavíkur á aðalfund FSÍ á Flúðum: Hópadeild Flugfélags Íslands í síma  570-3075 virka daga frá kl 9-16 eða meðe-mail hopadeild@flugfelag.is  
Lesa meira

Gistinóttum í september fjölgaði um tæp 5%

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.400 en voru 116.100 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 5.300 nætur eða tæplega 5%.  Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Gistinóttum fjölgaði eingöngu á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Hlutfallslega varð meiri fjölgun á Suðurlandi þar sem hún nam tæpum 15%, en gistinóttum fjölgaði þar úr 11.600 í 13.400 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um tæp 8% en þar fór fjöldi gistinátta úr 77.900 í 83.800.  Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum á hótelum í september milli ára. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi en gistinóttum fækkaði úr 5.600 í 4.200, 25%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða nam fækkun gistinátta tæpum 9% þegar gistinætur fóru úr 10.500 í 9.600 milli ára.  Á Norðurlandi var lítil breyting milli ára, eða um 1% samdráttur.  Fjölgun gistinátta á hótelum í september má aðeins rekja til Íslendinga (29%) því gistinóttum  útlendinga fækkaði um rúmt 1%. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Í október síðastliðnum fóru rúmlega 184 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 170 þúsund í október í fyrra. Fjölgunin nemur 8,6%. Fjölgunin í október er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,33%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Okt.07. YTD Okt. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 81.043 820.764 71.740 760.166 12,97% 7,97% Hingað: 81.267 829.496 72.202 758.104 12,56% 9,42% Áfram: 3.309 36.125 2.900 19.106 14,10% 89,08% Skipti. 19.038 231.698 23.181 233.157 -17,87% -0,63%   184.657 1.918.083 170.023 1.770.533 8,61% 8,33%
Lesa meira

Skýrsla nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa

Skýrsla nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa sem samgönguráðherra skipaði í febrúar á þessu ári, var lögð fram í gær. Meginniðurstaða nefndarinnar er að með bættri aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og farþega þeirra má annars vegar stuðla að fleiri skipakomum og hins vegar nýta betur þau tækifæri sem þessi starfsemi hefur hér á landi. Í skýrslunni er að finna margháttaðar upplýsingar um þróun í móttöku skemmtiferðaskipa hérlendis, um vöxt og viðgang greinarinnar, eðli starfseminnar og markaðssetningu, leiðir skipanna tegundir skipa, fjöldi þeirra og eignarhald. Fjallað er um aðstöðu hérlendis, reglur um öryggi farþega og í viðaukum eru ýmsar tölulegar upplýsingar. Þá eru í skýrslunni fjölmargar tillögur sem hafa það markmið að virkja fleiri aðila til að veita skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra þjónustu og taka þátt í markaðsstarfi. Skýrsluna í heild er að finna á vef samgönguráðuneytisins, ásamt því sem hún hefur verið skráð í gagnagrunn um útgefið efni hér á vefnum. Í frétt á vef samgönguráðuneytisins lýsti Kristján L. Möller samgönguráðherra ánægju sinni með tillögurnar og sagði ljóst að þar væri margt sem brýnt væri að vinna úr. Það yrði að hluta til verkefni nýs ráðherra ferðamála þar sem ferðamál flytjast til iðnaðarráðuneytisins um áramót. Áfram yrði þó hlutverk samgönguráðuneytis að stuðla að bættri aðstöðu í höfnum til að hlúa að þessum vaxtarbroddi. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar á þessu ári en auk Gísla Gíslasonar sátu í hópnum Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri og Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar og fyrrverandi formaður hafnaráðs. Með hópnum starfaði Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur í samgönguráðuneytinu. Skoða skýrsluna í heild
Lesa meira

Iceland Express tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins

Iceland Express hefur verið tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks. Félagið er eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlaunanna, en Glitnir og Landsbankinn eru einnig tilnefnd í ár. Tilkynnt verður þann 8. nóvember hvert þessara félaga hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en ÍMARK veitir þau fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfinu. Jafnframt er áhersla lögð á að staðið hafi verið að markaðsmálunum af fagmennsku, segir í tilkynningu frá Iceland Express.
Lesa meira