Fara í efni

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 5% í maí

Landshlutamiðstöð opnuð í Reykjanesbæ
Landshlutamiðstöð opnuð í Reykjanesbæ

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í maí síðastliðnum. Samkvæmt þeim erum 5% fjölgun að ræða á milli ára, þ.e. 86.680 gistinætur í maí nú samanborið við 82550 árið 2004.

Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 6.960 í 8.200 (18%). Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum úr 3.070 í 3.470 (13%) milli ára og á Norðurlandi úr 6.600 í 7.320 (11%). Gistinætur á höfuðborgarsvæðinu voru 59.790 í maí síðastliðnum en voru 55.990 í sama mánuði árið á undan, sem er um 7% aukning. Á Suðurlandi fækkar gistinóttum hins vegar um fimmtung milli ára, úr 9.920 í maí árið 2004 í 7.900 í maí síðastliðnum.

Í maí árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 19.840 á móti 18.230 árið á undan, sem er um 9% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgar hlutfallslega minna eða um 4% milli ára, úr 64.320 í maí árið 2004 í 66.840 í maí árið 2005.

Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann). Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur.