Fara í efni

Lausn flugvallarskattamáls í Þýskalandi í augnsýn

Ársæll Harðarson nýr formaður stjórnar Ráðstefnuskrifstofu Íslands
Ársæll Harðarson nýr formaður stjórnar Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Á dögunum var haldinn tvíhliða fundur Íslands og Þýskalands um viðskiptamál. Fundurinn var í Þórsmörk og þar lýstu fulltrúar Þýskalands því yfir að svokallað flugvallarskattsmál  væri í góðum farvegi og að leysast.

Þetta kemur fram í nýsta tölublaði af Stiklum, vefriti Viðskiptastofu utanríkisráðuneytisins. Eins og fram hefur komið heimta stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi hærri flugvallarskatta af farþegum sem fljúga til Íslands og annarra EFTA-ríkja en af farþegum sem fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins. Slíkt er í ósamræmi við reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og fóru íslensk stjórnvöld þegar fram á að þessi mismunun í gjaldtökunni yrði afnumin, segir í Stiklum. Málið er til meðferðar í Þýskalandi en það krefst m.a. atbeina þýsku sambandsríkjanna. Þýska sendinefndin taldi nær öruggt að málið leystist fyrir árslok 2005.

Mynd: Úr Þórsmörk/Ingi Gunnar Jóhannsson.