Fréttir

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 15,64% í janúar

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru 85.533 farþegar um flugvöllinn í janúarmánuði síðastliðnum. Fjölgunin miðað við sama mánuð í fyrra er tæplega 11.600 manns eða 15,64%. Farþegum á leið til landsins fjölgaði úr 27.128 í 31.028 eða um 14,38%. Farþegum á leið úr landi fjölgaði 33.111 í 37.503 eða um 13,26% Skipti- og áframfarþegum (transit) fjölgaði um 3.279 manns, úr 13.723 í 17.002. Skiptinguna má sjá nánar í töflunni hér að neðan. Farþegar um Keflavíkurflugvöll   Jan.05. YTD Jan.04. YTD Mán. % breyting YTD % breyting Héðan: 37.503 37.503 33.111 33.111 13,26% 13,26% Hingað: 31.028 31.028 27.128 27.128 14,38% 14,38% Áfram: 2.237 2.237 128 128 1647,66% 1647,66% Skipti: 14.765 14.765 13.595 13.595 8,61% 8,61% Samtals: 85.533 85.533 73.962 73.962 15,64% 15,64%  
Lesa meira

Málþing um verðmæti ferðaþjónustunnar

Fimmtudaginn 17. febrúar næstkomandi standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir málþingi um verðmæti ferðaþjónustunnar í íslenskum þjóðarbúskap og fjárfestingar í ferðaþjónustu. Málþingið verður haldið Hótel Nordica kl. 9-12. Málþingið hefst á ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Að því loknu fjallar Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, um virði ferðaþjónustunnar, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, fjallar um fjárfestingar í ferðaþjónustu og síðan verða pallborðsumræður. Efnahagslegt gildi ferðaþjónustunnar var einmitt meginefni síðustu ferðamálaráðstefnu sem Ferðamálaráð gekkst fyrir í október síðastliðnum og gildi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið er því augljóslega ofarlega á baugi um þessar mundir. Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson.  
Lesa meira