Fara í efni

Fyrirlestur um umhverfisviðmiðun í norrænni ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 9. febrúar næstkomandi heldur Anne Maria Sparf fyrirlestur um lokaverkefni sitt til meistaraprófs í umhverfisfræðum. Verkefnið fjallar um umhverfisviðmiðun (environmental benchmarking) og hvernig hún getur gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í norrænni ferðaþjónustu.

Í ritgerðinni er því haldið fram að umhverfisviðmiðun geti verið litlum og meðalstórum fyrirtækjum gagnleg til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum. Greint er hversu raunhæfur kostur umhverfisviðmiðun er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, miðað við sérkenni þeirra og þarfir. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku og hefst kl. 16:15 í stofu N-132, í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.