Fara í efni

Heimsókn Ferðamálaráðs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

fridrikmar
fridrikmar

Föstudaginn 11. febrúar fór Ferðamálaráð í heimsókn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Höskuldur Ásgeirsson forstjóri ásamt öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins tók á móti ráðinu.

Forsvarsmenn flugstöðvarinnar kynntu starfsemi fyrirtækisins fyrir ráðsmönnum svo og yfirstandi framkvæmdir og áætlanir um starfsemi og framkvæmdir til ársins 2015. Alls dvöldu ráðsmenn í Flugstöðinni í um þrjár klukkustundir og urðu margs vísari um starfsemi þessa ferðaþjónustufyrirtækis, sem er í dag eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Jafnframt er ljóst að það mun stækka mjög og kalla á aukið vinnuafl á næstu árum. Heimsókn Ferðamálaráðs í flugstöðina er í framhaldi af heimsóknum til ýmissa annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu á undanförnum misserum. Ráðið hefur m.a. heimsótt Icelandair, Iceland Express og Smyril Line á Seyðisfirði.