Fara í efni

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 15,64% í janúar

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru 85.533 farþegar um flugvöllinn í janúarmánuði síðastliðnum. Fjölgunin miðað við sama mánuð í fyrra er tæplega 11.600 manns eða 15,64%.

Farþegum á leið til landsins fjölgaði úr 27.128 í 31.028 eða um 14,38%. Farþegum á leið úr landi fjölgaði 33.111 í 37.503 eða um 13,26% Skipti- og áframfarþegum (transit) fjölgaði um 3.279 manns, úr 13.723 í 17.002. Skiptinguna má sjá nánar í töflunni hér að neðan.

Farþegar um Keflavíkurflugvöll
  Jan.05. YTD Jan.04. YTD Mán. % breyting YTD % breyting
Héðan: 37.503 37.503 33.111 33.111 13,26% 13,26%
Hingað: 31.028 31.028 27.128 27.128 14,38% 14,38%
Áfram: 2.237 2.237 128 128 1647,66% 1647,66%
Skipti: 14.765 14.765 13.595 13.595 8,61% 8,61%
Samtals: 85.533 85.533 73.962 73.962 15,64% 15,64%