Fara í efni

Málþing um ferðamál í Rangárþingi

Rótarýklúbbur Rangæinga efnir til málþings um ferðamál í Rangárþingi fimmtudaginn 17. febrúar næstkomandi. Málþingið verður haldið í Hvoli.

Tilefni málþingsins er að fjórða hvert ár veitir klúbburinn viðurkenningu - einstaklingum og/eða fyrirtækjum - sem skarað hafa fram úr í héraðinu. Alþjóðlega Rótarýhreyfingin verður aldargömul 23. febrúar næstkomandi og til að minnast þessara tímamóta mun Rótarýklúbbur Rangæinga veita Mosfelli sf. á Hellu og forsvarsmönnum þess viðurkenningu og standa fyrir þessu málþinginu þeim til heiðurs. Mosfell er talið eitt elsta fyrirtækið í Rangárvallasýslu. Það hefur það starfað óslitið frá því snemma á sjöunda áratugnum og rekur nú Fosshótel Mosfell.

Málþingið er undirbúið í samráði við Atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdalshrepps. Það er öllum opið.

Dagskrá:

14:00 Setning - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson forseti Rótarýklúbbs Rangæinga

14:10 Ávarp - Sturla Böðvarsson samgönguráðherra

14:30 Stefna Ferðamálaráðs í ferðamálum - Einar Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs

14:50 Saga ferðaþjónustu og framtíðarsýn í Rangárþingi - Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Rangárþings

15:10 Sóknarfæri í ferðaþjónustu - Magnús Oddson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs

15:30 Kaffihlé

16:00 Afhending viðurkenningar Rótarýklúbbs Rangæinga -
Sveinn Runólfsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

16:15 Stuttar reynslusögur ferðaþjónustuaðila
Friðrik Pálsson, Hótel Rangá
Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónustu bænda
Valgerður Brynjólfsdóttir, Árbakka
Renata Hanneman, Herríðarhóli
Ragnheiður Jónasdóttir, Hellu

16:50 Stutt ávörp þingmanna Suðurkjördæmis

17:15 Umræður

17:30 Málþingi slitið - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Fundarstjórar: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Rótarýklúbbi Rangæinga og Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður Ferðamálaráðs.