Fara í efni

Gistinætur á hótelum í mars

Gistinóttum í janúar til apríl fjölgaði um 9,4% milli ára
Gistinóttum í janúar til apríl fjölgaði um 9,4% milli ára

Hagstofan hefur gefið út tölur um fjölda gistinátta á hótelum í marsmánuði síðastliðnum.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 4%, en þær voru 48.546 árið 2004 miðað við 46.575 árið á undan. Á Austurlandi tvöfaldaðist fjöldi gistinátta á milli ára þegar þær fóru úr 991 í 2.023 í mars 2004. Á Suðurlandi og Norðurlandi fækkaði gistinóttum í marsmánuði. Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 8.227 í 6.886 á milli ára og fækkaði þar með um 16%. Á Norðurlandi voru gistinæturnar 3.623 í mars 2004 en voru 4.172 árið 2003, sem er um 13% fækkun.

Þar sem skil á gistiskýrslum hafa ekki verið nægjanlega góð á Vesturlandi er ekki hægt að birta tölur fyrir landsvæðin Suðurnes, Vesturland og Vestfirði (þessi landsvæði hafa verið dregin saman vegna of fárra gististaða í hverjum landshluta fyrir sig). Af sömu ástæðu er ekki hægt að birta heildartölur fyrir landið fyrir mars 2004.