Fara í efni

Málþing um hagræn áhrif ferðaþjónustu

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Ferðamálasetur Íslands efnir nú á miðvikudaginn, 12. maí, til málþings undir yfirskriftinni "Hagræn áhrif ferðaþjónustu". Málþingið verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands, kl: 13:30-17:00.

Þverfagleg atvinnugrein
Í frétt frá Ferðamálasetrinu þar sem málþingið er kynnt segir m.a.: Eitt af því sem gerir ferðaþjónustu athyglisverða er hversu þverfagleg atvinnugreinin er. Segja má að ferðaþjónusta samanstandi af mörgum ólíkum atvinnugreinum sem snúast um það að þjóna hinum ýmsu þörfum ferðamanna. Þetta felur í sér samgöngur, gistingu, veitingar, afþreyingu, verslun, sýningar o.fl. Hér er því um að ræða mjög margbreytilegan markað sem kallar á ýmis úrlausnarefni þegar meta á hagræn áhrif hans.

Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á hinar ýmsu hliðar sem snúa að hagrænum áhrifum ferðaþjónustu. M.a. verður rætt um aðferðir við að meta hagræn áhrif greinarinnar. Fjallað verður um þjóhagslegan ábata ferðaþjónustu, hlutverk ríkisins, árangur ferðaþjónustu-fyrirtækja á Íslandi o.fl.

Sérstakur gestur á málþinginu verður Dr. Tom Baum. Hann er forstöðumaður ferðamáladeildar Strathclyde háskóla í Skotlandi. Hr. Baum er virtur fræðimaður á sínu sviði og mun hann í erindi sínu fjalla um mat á hagrænum áhrifum ferðaþjónustu í víðtækum skilningi. Hann mun m.a. fjalla um bein, óbein og afleidd hagræn áhrif ferðaþjónustu og nýstárlegar aðferðir við mat á þeim.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan.

Dagskrá:
13:30 Setning: Ingjaldur Hannibalsson, stjórnarformaður Ferðamálaseturs Íslands
13:35 Ávarp: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra
13:45 Prófessor Tom Baum, forstöðumaður ferðamáladeildar, The University
          of Strathclyde  - Qualitative considerations in assessing the economic impact of
          tourism
14:15 Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands
          - Að meta virði afþreyingar í ferðaþjónustu
14:45 Kaffihlé
15:00 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur
          - Þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu og hlutverk ríkisins
15:30 Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
          - Árangur í ferðaþjónustu?
16:00 Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair
          - Framtíðarsýn Icelandair
16:30 Fyrirspurnir og umræður
16:50 Ingjaldur Hannibalsson, - Samantekt og niðurstöður

Þingstjóri: Bjarni Hjarðar, deildarforseti Rekstrar- og viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.

Aðgangur opinn öllum.
Skráning fer fram hjá - Ferðamálasetri Íslands, s: 463-0959, tölvupóstur: arnar@unak.is