Fara í efni

NOW 2004 hefst í dag

Sjostangveidi
Sjostangveidi

Í dag hefst á Nordica Hótel í Reykjavík ferðakaupstefnan Nordic Overseas Workshop eða NOW 2004. Kaupstefnan er samstarfsverkefni norrænu ferðamálaráðanna og flugfélaganna Flugleiða og SAS.

Náð til kaupenda á fjarlægum mörkuðum
Tilgangurinn með NOW er að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá fjarlægum mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Markmiðið er þannig að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna. Til kaupstefnunnar er aðeins boðið viðurkenndum kaupendum frá sterkustu mörkuðunum. Að þessu sinni eru á sjöunda tug kaupenda skráðir til leiks og af einstökum löndum eru Bandaríkjamenn og Kínverjar fjölmennastir. Heildarfjöldi ferðaþjónustuaðila sem kynnir starfsemi sína er rétt tæplega 80, þar af um fjórðungur frá Íslandi.

Umferðinni lýkur á Íslandi
Fyrsta NOW-kaupstefnan var haldin í Danmörku 1999, árið eftir í Svíþjóð, árið 2000 í Finnlandi og vorið 2002 í Osló. Nú lýkur umferðinni sem sagt á Íslandi. Ferðmálaráð Íslands sér um að halda NOW 2004 og var samið við Ráðstefnur og fundi ehf. í Kópavogi um undirbúning og framkvæmd.