Fara í efni

Ævintýralandið Ísland kynnt á Ferðatorgi 2004 í Smáralind

Ferdatorg2004
Ferdatorg2004

Á morgun, föstudaginn 7. maí nk. kl.16:00, verður Ferðatorgið 2004 formlega opnað í Vetrargarði Smáralindar en það er markaðstorg ferðaþjónustu landsmanna. Að ferðatorginu standa Ferðamálasamtök Íslands með stuðningi samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands og er það nú haldið í þriðja sinn.

Innan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll taka þátt í sýningunni. Ferðatorginu er ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem að er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Skipulög dagskrá verður meira og minna alla helgina og er um að ræða atriði sem að koma úr öllum héruðum landsins.

Skipulag og framkvæmd Ferðatorgsins 2003 er í höndum Sýninga ehf., KOM ehf. og Samskipta ehf. í samvinnu við Ferðamálasamtök Íslands. Auk þess hefur Smáralind stutt við bakið á þessu verkefni með góðu samstarfi.

Dagskrá á Ferðatorgi 2004

Föstudagur 7. maí

16:00 Formleg opnun sýningarinnar.
Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra opnar Ferðatorgið 2004 en ávörp flytja Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.
Hljómar úr Keflavík leika

Skemmtidagskrá á Ferðatorginu

Laugardagur 8. maí

12:30 Norðurland Eystra
12:50 Nylon
13:10 Kalli Bjarni Idolstjarna úr Grindavík
13:30 Norðurland Vestra
13:50 Tónlistaratriði úr tónlistarsafni Jóns Kr. Ólafsson Melódíur minninga Bíldudal
14:10 Arndís Ólöf Idol
14:30 Nylon
14:50 Suðurnes
15:10 Norðurland Vestra
15:30 Tónlistaratriði af Vestfjörðum
15:50 Arndís Ólöf Idol
16:10 Friðrik Ómar
16:30 Söngatriði úr Reykjanesbæ
16:50 Arndís Ólöf Idol
17:10 Tónlistaratriði af Vestfjörðum


Sunnudagur 9. maí

14:00 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness
14:20 Harmonikkuleikur að austan
14:50 Suðurland
15:10 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness
15:30 Austurland
15:50 Suðurland
16:10 Kata syngur
16:30 Sláttuvélun stomp slagverkshópur að austan
16:50 Suðurland