Fara í efni

Gistiskýrslur 2002 komnar út

Gistiskyrslur2002
Gistiskyrslur2002

Hið árlega rit Hagstofunnar, Gistiskýrslur, er nú komið út en þar eru birtar niðurstöður úr gistináttatalningu Hagstofunnar fyrir árið 2002. Í ritinu eru meðal annars birtar tölur um gestakomur og gistinætur á hótelum, gistiheimilum, tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, í skálum, svefnpokagistingu, heimagistingu og í sumarhúsum. Einnig er þar að finna upplýsingar um gistirými og nýtingu þess. Niðurstöðurnar eru settar fram í yfirlitum og töflum og sundurliðaðar eftir landsvæðum, ríkisfangi gesta og tímabilum. Auk þess að vera gefnar út í prentuðu formi eru Gistiskýrslur 2002 aðgengilegar á vef Hagstofunnar.